Dagskrá Litlunefndar á næstunni

Litlanenfnd er búin að setja upp spennandi dagskrá.

Laugardaginn 6. október er fyrirhugað að fara haustlitaferð inn í Þórsmörk.

Helgina 20-21 október er fyrirhugað að fara ferð inn i Setur.

Fyrirkomulag verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Fleiri viðburðir verða svo skoðaðir með tilliti til veðurs fram eftir vetri.

 

Hlutverk nefndarinnar er að sinna ferðalögum og kynningarstarfi fyrir eigendur minna breyttra jeppa (35“ og minni) og skipuleggja ferðir sem henta þeim.

Í vetur er stefnt að því að hafa kennslu í að tappa dekk, hleypa úr, dæla í og fleiru sem getur nýst vel í ferðum.

Í ferðunum er haldið vel utan um hópinn og eru þær tilvalið tækifæri til að læra, hafa gaman og kynnast nýju fólki, nú eða bara skreppa í skemmtilega jeppaferð með skemmtilegasta fólkinu.

Skráið ykkur í klúbbinn og verið með, þið sjáið ekki eftir því!

Netfang nefndarinnar er:

litlanefnd@f4x4.is