Haustferð Litlunefndar 2. sept.

Haustferð Litlunefndar Ferðaklúbbsins 4×4 Ætluð bílum á 35″ dekkjum og minni.

Haustferð Litlunefndar verður farinn laugardaginn 2. september og er stefnan tekin á Setrið, skála Ferðaklúbbsins 4×4 við Hofsjökul.
Leiðarval er ekki alveg komið á hreint og er aðeins háð veðri.
Gert er ráð fyrir að hittast kl. 9:00 laugardagsmorguninn 2. september við Skeljungsstöðuna á Vesturlandsvegi.
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 9:30 og ekið austur Suðurlandsveg og upp Skeiðin en framhaldið ræðst af veðri og vindum! En ætlunin er að fara svokallaða Klakksleið inn í Setrið.
Áætlaður komutími í Setrið er um kl. 17.
Kvöldmatur verður sameiginlegur og er áætlaður um kl. 19. Síðan er kvöldvaka fram eftir kvöldi. Lögð er áhersla að virða háttatíma sem er ekki síðar en kl. 24.
Ræs verður kl. 8 á sunnudagsmorgninum, morgunmatur og tiltekt og síðan lagt af stað stundvíslega kl. 10 og ekið inn að Kerlingarfjöllum og þaðan Kjalveg til byggða.
Áætlað er að koma í bæinn ekki síðar en kl. 18. Ef veðurspá er óhagstæð getur verið að leiðum verði skipt og Klakksleiðin farin til baka á sunnudeginum og Kjalvegur á laugardeginum.

Ferðin er ætluð lítið breyttum bílum og er stærðartakmörkun 35″ dekk. Ferðin er öllum opin þ.e. bæði félagsmönnum og öðrum en fjöldi er takmarkaður.
Kostnaður er kr. 2.500 á mann og innifalið í því er gisting og matur á laugardagskvöldinu.
Skráningareyðublað er að finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdF5PJxSk8t7MlsyMw4pjRIxdUoEvLZzQSmuY4DNjyr2EsbwQ/viewform?c=0&w=1&includes_info_params=true og eru áhugasamir beðnir um að skrá nafn og netfang. Í framhaldinu mun viðkomandi fá sent til sín sérstakt eyðublað sem hann er beðinn um að fylla út og senda til baka.

Greiðsla fyrir ferðina verðu innheimt þegar nær dregur og hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst þar sem um takmarkaðan fjölda er að ræða.

Á opnu húsi klúbbsins (Síðumúla 31) miðvikudagskvöldið 30. ágúst verða fulltrúar frá Litlunefnd á svæðinu og fara nánar yfir leiðarval og svara spurningum.

Kv. Litlanefndin