Þetta albúm var sett inn á f4x4.is 2009 en hefur glatast einhverra hluta vegna. ? En hér er þetta aftur í mars 2014.
Bíllinn var hækkaður um 4” (samtals) og klippti úr fyrir hjól sem geta verið allt að 46 tommu; há. 5.38 hlutföll Dana 44 framhásing og 9 tommu ford afturhásing með 31 rillu öxlum þær eru um 5 cm breiðari en orginal hásingarnar. Afturhásing er færð aftur um 4 tommur og framhásingin fram um 3 tommur, Framstykkinu er svo hallað til að fá aukið pláss fyri framhjólin. Fjöðrunin að framan að mestu orginal forlinkið með hliðarstífu. Að aftan er forlink þar sem efri stífurnar eru í raun fremrihluti fjaðranna. Fjaðrirnar eru festar við hásinguna með fjaðrafóðringu, þær taka því fjöðrunarálagaið og hliðarálagið en ekki snúnigsvægið frá hjólinu eins og í hefðbundum fjaðrabíl, síðan eru venjulegar neðri stífur eins og í hefðbundnu forlinki . Þetta hefur því sömu virkni og venjuleg forlink fjöðrun en í stað gorma og hliðarstífu eru fjaðrir.

[apto_reorder post_type="myndasvaedi" hide_archive="true" taxonomy="category"]