Fyrsti hópur fór á fimmtudeginum 27. febrúar upp Öldufellsleið og var planið að gista í Strúti. Erfiðlega gekk í einni brekku og vorum við ekki komin í skála fyrr en klukkan 0600 á föstudagsmorgni. Klukkan 0900 lögðum við svo að stað aftur. Gekk sæmilega á föstudeginum, veðrið gott. Náðum að komast í Hólaskóg í kringum kvöldmatarleytið.
Bílarnir sem fóru í ferð voru:

Fimmtudagur: Sigurður Gunnar á 46'' Cherokee, Þorleifur á 44'' Trooper, Stefán Trausti á 42'' Hilux, Gunnar Örn á 42'' Patrol

Svo komu nokkrir á föstudagskvöldi í skála það voru:
Finnur Ármann á 38'' Lödu, Jón Bragason á 38'' Patrol, Leifur og Óli P. á 38'' Land cruiser, Sissi á 38'' Discovery, Kári á 38'' patrol, Helgi Þórir 38'' Hilux, Óttar á 38'' Hilux.

Enn aðrir komu á Laugardag:
Einar Björn á 54'' Ram, Laufey á 44'' Patrol.

Kíktum inn í Setur á laugardegi.

Svo fór hópur upp fljótshlíð, emstruleið, og svo öldufellsleið niður á veg.