Við feðgar fórum á Langjökul með góðum mönnum á Sunnudag. Bílaflotinn samanstóð af 4 bílum, þ.e. við á Patrol á 35", Gísli Þór og guttinn hans á Grand Cherokee á 38", Kalli "Ís" og einhver með honum (fyrirgefðu veit ekki nafnið) og Óli og sonur hans Hrafnkell?, núverandi eigandi bílsins, á 44" Explorer. Færið var frekar erfitt fyrir minn bíl en lítið mál fyrir hina, 3ja punda á jöklinum og lélegt skyggni sem skánaði þó eftir því sem austar dró. Fórum upp hjá Jaka og niður hjá Skálpanesi eftir leiðbeiningum Sorra Ingimars.