Nokkrar myndir til að átta sig á hvað þarf að gera í umhverfi Seturssins.
Fórum í Setrið nokkrir úr Umhverfisnefndinni Ég Hjörtur, Bergur, Jón Guðmundsson og frú ásamt Helga, Einari Sól og Ómari Wieth hans konu og Hlini syni. Tókum allt lauslegt drasl sem við sáum, snyrtum og grisjuðum lausa timbrið á milli sökklana. Er orðinn ágætis köstur fyrir bál sem kemur sér vel á afmælishátíðinni. Reistum flaggstöng. Einnig náðum við í tallsvert af grjóti sem við röðuðum í kringum planið og í brekkunni að Setrinu og máluðum hvítt. Var þetta hin ánægjulegasta helgi sem við áttum þarna innfrá.