Réttartorfa

Almennar upplýsingar
Staðsetning: Réttartorfan er austan við Skjálfandafljót og eru um 10 – 20 km þangað frá syðstu bæjum í Bárðardal, Svartárkoti og Stórutungu.Leiðin frá Stórutungu er lengri og er farin ýtuslóð gegnum Suðurárhraunið, að mestu meðfram fljótinu. Leiðin frá Svartárkoti er styttri og hraunið sandorpnara, en fara verður Suðurá á vaði.
Einnig má koma að skálanum sunnan frá af fjallvegi F910 (leiðin norðan við Trölladyngju) eða fara yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði að haustlagi, þegar lítið er í fljótinu. Þeir sem hugsa sér að keyra yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði verða að gæta ýtrustu varúðar.
Að vetri er hægt að fara á ís yfir fljótið.
GPS: N65° 15.545′ og V17° 18.661′
Gistirými: 36 manns.
Kynding: Olíukabyssa
Eldunaraðstaða: Olíukabyssa, gaseldavél, bakarofn, gasofn

Skálagjöld: Almenn gistigjöld pr. nótt

  • Félagsmenn F4x4
    • Fullorðnir 2.000 kr.
    • Börn 12 til 18 ára 1.000 kr.
    • Börn undir 12 ára frítt
  • Utanfélagsmenn
    • Fullorðnir 4.000 kr.
    • Börn 12 til 18 ára 2.000 kr.
    • Börn undir 12 ára frítt
  • Aðstöðugjald er 250 kr. pr. mann

Annað: Skálinn er A-hús, um 60 fermetrar að grunnfleti. Niðri er forstofa,WC, eldhús, og salur. Uppi er svefnloft.Í skálanum eru nú 36 dýnur og eru þær vel breiðar. Leggja má 15 dýnur á svefnloftið en vel geta verið um 20 manns á þeim, sé þörf á að þjappa. Niðri eru fjórar dýnur á bálki og talsvert gólfpláss.
Í eldhúsi er olíukabyssa og er hún tengd við miðstöðvarofn í endanum á salnum og þurrkgrind í forstofu. Einnig er þar gaseldavél með fjórum hólfum og bakarofni, gasofn og vaskur þar sem hægt er að fá rennandi vatn vetur sem sumar. Í salnum eru núna 5 borð og sæti fyrir 20 manns og borðbúnaður fyrir 24. Í eldhúsi er allur sá búnaður sem til þarf.
Í viðbyggingu við skálann er baðherbergi með vatnssalerni sem er nothæft allt árið. Í skálanum er 230VAC lýsing og tenglar eru á nokkrum stöðum. Það er einnig 12VDC lýsing um allt húsið.Rafstöð er í rafstöðvarhúsi, þar er einfasa 230VAC 7kW rafstöð.
Pallur er meðfram öllum hliðum skálans og göngubrú er yfir að úti salerni og rafstöðvar hús. Og tröppur sem liggja niður á bílastæðið sunnan torfunnar.

Skálanefnd Eyjafjarðardeildar F4x4 skipa:

NafnStaðaGSME-mailFélagsnúmer
Jóhann G. HaukssonFormaður894 5307bakkasida9@gmail.comA-721
Eiður JónssonNefndarmaður861 5537eidur@jotunn.isA-835
Knútur Gunnar HenryssonNefndarmaður891 7943knutur25@gmail.comA-938
Örlygur ArnljótssonNefndarmaður692 4786olli.zetor@gmail.comA-907