Setrið – Leiðbeiningar

Helstu upplýsingar um skálann.

Komið að skálanum

1. Hringja í eitt af þeim símanúmerum sem talin eru upp á skilti á hurð skálans.  Ef þau eru horfin, hringja í Skálanefndarnúmerið 844 5010.

2. Kamína skálans er í fremri skála.  Opna þarf fyrir olíu inn á kamínuna með krana sem er á leiðslu sem kemur upp úr gólfinu og er vinstra megin við kamínuna. Einhver af ofantöldum opnar skálann í gegnum farsíma eða leiðbeinir með neyðarlykla ef ekki tekst að opna gegnum kerfið.  Hikið ekki við að hringja og fá upplýsingar ef eitthvað er óljóst.

DSCF7038 300                      DSCF7038 301

Góðar leiðbeiningar um hvernig kveikja skal upp í kamínunni eru síðan á veggnum hægra megin við hana.  Eldspýtur eru staðsettar nálægt kamínunni, eiga að vera annaðhvort í gluggakistu eða á borði.  Tveir gasofnar eru í skálanum sem nota má til að ná upp hlýju meðan kamínan er að ná upp hita og eru þeir staðsettir í innri skála þar sem eldhúsið er (gasofnar miðaðir við vetrarnotkun).

Fylla þarf á dagtanka kamínu og ljósavélar áður en svæðið er yfirgefið.

Bæta á dagtank ljósavélar

DSCF7044 600

Þegar bætt er á dagtank ljósavélar skal rauði kraninn sem myndin er af vera í þeirri stöðu sem myndin sýnir.  Þrýst er síðan á neðri takkann og honum haldið inni og rennur þá olía í tankinn. Slangan sem er utan á tanknum vinstra megin  sýnir hvað er mikið er í honum. Gætið þess að yfirfylla ekki dagtank. Sleppið rofanum og hættið að dæla þegar örlítið vantar upp á að slangan sé full.

Bæta á dagtank kamínu

DSCF7043 600

Þegar bætt er á dagtank kamínu skal rauði kraninn sem myndin er af vera í þeirri stöðu sem myndin sýnir.  Þrýst er síðan á neðri takkann og honum haldið inni og rennur þá olía í tankinn. Tankurinn er staðsettur inni í rýminu sem er innaf ljósavélarrýminu og þarf að opna hurðina þangað inn til að sjá hann.  Slangan sem er utan á tanknum vinstra megin  sýnir hvað er mikið er í honum. Gætið þess að yfirfylla ekki dagtank. Sleppið rofanum og hættið að dæla þegar örlítið vantar upp á að slangan sé full.

3. Ljósavél sem sér skálanum fyrir rafmagni er staðsett í gámi inni í skemmubyggingunni skammt frá skálanum.  Lykill að honum hangir vinstra megin innan við innganginn í skálann og gengur að hurð sem er á hlið skemmunnar.  Þegar inn er komið er hurð á gámnum til vinstri strax þegar inn er komið og er hún inn í vélarrýmið.  ATH!   Hafið með ykkur vasaljós til að lýsa inni í gámnum.  Leiðbeiningar um notkun ljósavélar fylgja í öðru viðhengi og eru einnig í gám og í skálanum.

 DSCF7056 400

4. Vatn helst á húsinu svo lengi sem ljósavél gengur og rafmagn er á.  Mjög kostnaðarsamt er að keyra vélina og eru það tilmæli skálanefndar að hún sé ekki notuð í óhófi, t.d. sé slökkt á henni á næturna.  Fylla má fötur af vatni til að sturta niður úr klósettum ef ljósavél er í hvíld.  Einnig má nota kamar sem staðsettur er í útbyggingunni gegnt skálanum.

Skálinn yfirgefinn

Gætið þess að allir gluggar séu lokaðir og kræktir.  Þrífa þarf skálann og ganga frá dýnum þannig að undir þær lofti annars kemur fúkkalykt.  Skrúfið fyrir gashylki sem tengist eldahellum og gasofnum.  Slökkvið á kamínu samkvæmt leiðbeiningum og lokið fyrir olíu á leiðslunni vinstra megin við kamínuna.

5.            Slökkvið á ljósavél samkvæmt leiðbeiningum þar af lútandi.

6.            Þegar slokknar á ljósavél tæmist vatnið af húsinu.  Aðgætið hvort klósett hafi tæmt sig EFTIR að slökkt hefur verið á ljósavél.  Ef þau tæmast ekki þarf að setja í þau frostlög sem staðsettur er í skáp á klósetti. (að vetri til)

7.            Hafið samband við einhvern af skálanefndarmönnum þegar þið yfirgefið staðinn og látið loka skálanum.  Skálagjöld skal greiða inn á reikning skálanefndar  0133-26-024444 kt. 701089-1549  og er sá sem pantar skálann ábyrgur fyrir greiðslu skálagjalda fyrir allan hópinn og verður stofuð krafa í netbanka á viðkomandi hafi skálagjöld ekki verið greidd innan viku frá gistingu.

Göngum vel um skálann og skiljum við hann eins og við viljum koma að honum.

Skálanefnd vonar að þið hafið notið dvalarinnar.