Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

Postby SBS » 2016-12-17 21:Dec:th

Gömul kona var tekin fyrir búðarhnupl og var dregin fyrir dómara. Dómarinn spurði hana hverju hún hefði stolið "Ég stal þremur eplum" svaraði konan. "Þá dæmi ég þig í þriggja daga fangelsi!" Þá stóð eiginmaður konunnar upp í dómssalnum og ávarpar dómarann "Afsakið, herra dómari, en ég var vitni að því í síðustu viku þegar hún stal heilli dós af ORA grænum baunum og það voru 365 baunir í dósinni!"

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

Postby SBS » 2016-12-18 18:Dec:th

Tvær konur eru að bíða á biðstofunni við Gullna hliðið og eru að bera saman sögurnar af því hvernig þær dóu.
Sú fyrri segir: "Ég fraus til bana."
"En hræðilegt," segir hin, "að frjósa til bana. Það hlýtur að hafa verið kvalarfullt?"
"Ekkert svo," segir sú fyrri, "þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju. Loks dettur maður bara út. Hvað með þig? Hvað gerðist?"
"Ég fékk hjartaáfall. Mig var búið að gruna manninn minnlengi um framhjáhald og ákvað að koma snemma heim úr vinnunni einn daginn. En þegar ég kom heim, sat hann bara inni í stofu og horfði á sjónvarpið."
"Nú?" spyr sú fyrri. "En hvað gerðist?"
"Ég var alveg viss um að það væri önnur kona í húsinu, svo ég hljóp um allt að leita. Upp á háaloft, niður í kjallara, inni í alla skápa og undir öll rúm. Ég hélt þessu áfram þar til ég var búin að kemba allt húsið. Þegar því var lokið var ég svo örmagna að ég hné niður, fékk hjartaáfall og dó."
"Hmm," segir sú fyrri, "leitt að þú skyldir ekki kíkja í frystikistuna. Þá værum við báðar á lífi."

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

Postby SBS » 2016-12-18 18:Dec:th

Ungur maður segir mömmu sinni að hann ætli að gifta sig:
Ég ætla að koma með þrjár stelpur til þín og leyfa þér að giska á þá sem ég ætla að giftast.
Næsta dag kemur hann með þrjár myndarlegar stelpur heim til mömmu sinnar og þær spjalla við mömmuna sem spyr þær spjörunum úr á meðan ungi maðurinn fylgist spenntur með.
Síðan spyr hann mömmu sína hvort að hún geti giskað á þá sem verði tengdadóttir hennar.
Hún svarar samstundis: Þessi í miðjunni segir mamman strax,
Ótrúlegt hjá þér mamma segir sonurinn þetta er alveg hárrétt hjá þér.
Hvernig veistu það.
"Hún er strax farin að fara í taugarnar á mér".

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

Postby SBS » 2017-02-26 13:Feb:th

Ljóska nokkur var komin í skelfilegar aðstæður. Fyrirtækið hennar hafði farið á hausinn og hún komin í alvarleg fjárhagsleg vandræði. Hún var svo örvæntingarfull að hún ákvað að biðja Guð um hjálp .
Hún bað ... " Kæri Guð , viltu hjálpa mér? Nú hef ég misst fyrirtækið mitt og ef ég fæ ekki peninga fljótlega þá missi ég húsið mitt. Vinsamlega hjálpaðu mér að vinna í lottóinu . "
Það kom að því að dregið var í lottóinu og engan fékk hún vinninginn .
Hún lagðist aftur á bæn "Góði besti Guð, gerðu það hjálpaðu mér að vinna í lottóinu. Ég hef misst fyrirtækið, húsið mitt og nú er ég að missa bílinn minn. "
Aftur var dregið í lottóinu og ekki fékk hún vinning í það skiptið heldur .
Enn og aftur bað hún ... "Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Ég hef misst viðskipti mín, húsið mitt og bílinn minn . Börnin mín eru sveltandi . Ég hef ekki oft beðið þig um hjálp þótt ég hafi alltaf þjónað þér vel. Vertu svo góður að hjálpa mér að vinna lottóið, bara einu sinni, svo ég geti fengið líf mitt og öryggi aftur.“
Skyndilega birtist henni geigvænlegur ljósglampi, himnarnir opnuðust og hún heyrði alvöruþrungna rödd Guðs sjálfs: "Reyndu nú að minnsta kosti að mæta mér á miðri leið - keyptu miða !!! "

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

Postby Sveinbjorn » 2017-03-09 09:Mar:th

Sælir fann þennan á Fésbókinni og varð að setja hann hér inn. Mað hvað mér fannst Íslenskukennslan alltaf þurr en þessi hjálpar til.

Grunnskólakennari var að kenna börnunum tíðir sagna: "Nú segjum svo að ég myndi segja 'Ég er falleg', hvaða tið er það?
Litli Jón: "augljóslega í þátíð..."

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

Postby SBS » 2017-03-10 18:Mar:th

Foreldrar 10 ára barns voru að skilja.
Pabbinn spyr barnið hvort það vilji ekki búa hjá sér.
Barnið segir, þú ert alltaf vinnandi.
Þá spyr móðirin hvort það vill búa hjá sér. Barnið segir, þú ert líka alltaf vinnandi.
Þá spyrja foreldrarnir "hvar barnið vill búa". Barnið svarar að það vilji búa í Liverpool, því þar vinnur aldrei neinn neitt!!!

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Brandarar við hæfi nýir og notaðir.

Postby SBS » 2017-03-13 09:Mar:th

Maður kom til prests og sagði að hjólinu hans hefði verið stolið um daginn. Prestur sagði að í ræðu næsta sunnudag mundi hann leggja mikla áherslu á boðorðið "þú skalt ekki stela". Næsta sunnudag fór prestur með öll boðorðin og lagði mikla áherslu á umrætt boðorð og leit kvössum augum yfir söfnuðinn. Seinniparts dags hitti prestur manninn og var hann á hjólinu,, nú þetta hefur þá virkað með boðorðið segir prestur, já sagði maðurinn ég mundi eftir því hvar það var, þegar þú fórst með boðorðið " þú skalt ekki girnast konu náunga þíns"


Return to “Allt annað”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests