Page 1 of 1

Brennuefnisferð Eyjafjarðardeildar

Posted: 2017-12-25 10:Dec:th
by Joi Hauks
Sælir Félagar

Brennuefnisferð verður farin í Réttartorfu nú á milli jóla og nýárs.
Skálanefnd hefur ekki ákveðið dagsetningu en hún gerir
það þegar veðurspár skýrast betur. Félagar eru beðnir um að fylgjast
með hér á F4x4.is eða á Facebook síðu Eyjafjarðardeildar.

Skálanefnd Eyjafjarðardeildar 4x4

Re: Brennuefnisferð Eyjafjarðardeildar

Posted: 2017-12-26 11:Dec:th
by Joi Hauks
Sælir Félagar

Það er stefnt á að fara með brennuefni upp í Réttartorfu laugardaginn 30.des
Brottför frá Akureyri er um kl.10.00. Það er till brennuefni hjá Póstinum, sem Einar Ingi
hefur safnað saman, og síðan eru einhver bretti hjá Nettó Hrísalundi.
Ef félagar vita um eitthvað meira efni þá væri gott að frétta af því.
Nú gerum við brennuna að þeirri stærstu sem um getur.

Kv
Skálanefnd Eyjafjarðardeildar 4x4

Re: Brennuefnisferð Eyjafjarðardeildar

Posted: 2018-01-03 16:Jan:rd
by Fugli
Smá forvitnis spurning....Hvernig var færið uppí Torfu?

Re: Brennuefnisferð Eyjafjarðardeildar

Posted: 2018-01-03 21:Jan:rd
by Joi Hauks
Sæll

Það var mjög gott færi, við fórum frá Mýri og fórum yfir fljótið á ís.
Það þarf að fara upp fyrir Skafalækinn þar sem vaðið er opið og mjög háir bakkar.
Sandáin er opin við suðurbakkann á vaðinu en við fórum yfir hana aðeins neðar.

Kv.
Jói Hauks