Eyjafjarðardeild 4x4 ferðalok

Joi Hauks
Posts: 151
Joined: 2016-12-25 18:Dec:th

Eyjafjarðardeild 4x4 ferðalok

Postby Joi Hauks » 2018-03-13 10:Mar:th

Sælir félagar
Jæja þá er stórferð Eyjafjarðardeildar 4x4 lokið og verður ekki annað sagt að hún hafi
tekist betur enn nokkur maður þorði að vona.

Það var lagt af stað frá Akureyri um kl.16.00 fimmtudaginn 8.mars og fórum við um Kjalveg í
Gíslaskála og vorum komnir þangað um kl.20.30. Kjalvegur var að mestu leyti
harðfenni og klaki og var hann auðveldur yfirferðar. Á föstudagsmorgun var haldið
af stað um níuleytið og stefnan tekin á Kerlingafjöll, veðrið var frábært sól og blíða.
Eftir kaffistopp í Kerlingafjöllum keyrðum við upp frá skálunum og fórum upp að
hverasvæðinu og skoðuðum það og nutum útsýnis þar enda var það stórkostlegt.
Eftir þetta var stefnan sett á Setrið, skála F4x4, og var akstrinum hagað þannig að við komum
þangað á réttum tíma til að taka lögbundið hádegisstopp eins og Erlingur Harðar vildi hafa það
enda var þetta stopp honum til heiðurs. Frá Setrinu var farið yfir á Sprengisand um Sóleyjarhöfða-vaðið
með viðkomu í Páfagarði við Þúfuvötn en þar var meiningin að gista aðfaranótt sunnudags.
Frá Þúfuvötnum var ekið niður í Hrauneyjar en á þeirri leið varð Sindri Thorlacius fyrir því óhappi
að brjóta afturdrif og varð frá að hverfa og ók hann heim um kvöldið. Frá Hrauneyjum var ekið sem leið liggur um
Dómadal í Landmannahellir og komum við þar um fimmleytið. Í Landmannahelli tók hann Ólafur Ágúst Pálsson
á móti okkur í skálanum sem nokkrir félagar í Túttugenginu eru með á leigu. Bjössi Páls og Eydís kona hans
komu aðeins á eftir okkur í skálnn og seinna um kvöldið kom svo hann Gísli Gíslason en hann er félagi í Túttugenginu.
Á föstudagskvöldið var haldin heljarinnar grillveisla sem stóð algjörlega undir merkjum og gátu menn vart mælt
sökum ofáts, en samt var afgangur af kjötinu en það skýrist af því sá Eiður Jónsson um matarinnkaupin.
Laugardagurinn var tekin snemma og það má segja að Fjallabak hafi verið ekið fram og til baka undir
frábæri leiðsögn þeirra Gísla og Óla enda var veðrið og færið þannig að það var hreinlega ekki hægt að hætta akstri,
enda það var glaður hópur sem kom í skálann um kvöldmatarleytið.
Sunnudagurinn var tekin mjög snemma þar sem við höfðum ákveðið að fara yfir Sprengisand heim til
Akureyrar en veðurspáin var ekki góð fyrir norðanvert hálendið en þegar á reyndi var fínasta veður á leiðinni
og færið eins gott og það getur orðið. Við komum í Laugarfell eftir aðeins þriggja klukkustunda akstur frá Landmannahelli.
Í Laugarfelli var grillað og spjallað en eftir lögbundið stopp ókum við síðan niður í Skagafjörð og komum niður hjá Þorljósstöðum,
þar var pumpað í dekkin og haldið heim á leið og við vorum komnir heim um kl.17.30.
Þessi ferð var í alla staði frábær skemmtun enda var veðrið,færðin og félagsskapurinn eins og best verður á kosið.
Það ber að þakka ferðanefnd Eyjafjarðardeildar 4x4 fyrir gott skipulag og þetta frábæra veður sem þeir sköffuðu,
eins þökkum við þeim félögum Óla og Gísla fyrir að gera daganna að Fjallabaki frábæra.

Kv.
Jóhann Hauksson ritari Eyjafjarðardeildar 4x4

Return to “Eyjafjarðardeild”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest