Eyjafjarðardeild vinnuferð 25 september

Joi Hauks
Póstar: 112
Skráður: Sun Des 25, 2016 6:19 pm

Eyjafjarðardeild vinnuferð 25 september

Pósturaf Joi Hauks » Þri Sep 22, 2020 11:33 am

Sælir félagar

Skálanefnd Eyjafjarðardeildar 4x4 boðar til vinnuferðar í Réttartorfu helgina 25-27 september. Það er áætluð brottför frá Skeljungi/Orkan föstudaginn 25.september kl.18.30 og fyrir þá sem vilja eða komast ekki á föstudaginn þá er brottför á laugardagsmorguninn 28.september kl.08.00 frá Skeljungi/Orkan.
Félagar eru beðnir um að skrá sig Facebook-síðu Eyjafjarðardeildar 4x4 í síðasta lagi á fimmtudagskvöldið 24 september. Boðið verður uppá kvöldmat á laugardagskvöldið.
(Þess vegna þurfum við að vita hver skráning verður)
Helstu verkefni eru:
Við þurfum að grafa niður á WC lögn og skipta um lögn sem er brotinn (Forgangsverkefni)
Skifta út gömlum dýnum fyrir nýjar.
Setja upp annað og stærra rafgeymasett.
Bæta við annari vefmyndavél.
Setja upp olíukyndingu og tengja hana við rafmagn og olíu.
Gera skálann klárann fyrir veturinn.
Minnum alla félaga á að huga vel að sóttvarnarreglum, við bjóðum upp á grímur og spritt fyrir þá sem það kjósa.

Hvetjum alla félaga til að mæta.

Kv.
Skálanefnd Eyjafjarðardeildar 4x4

Fara aftur á

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur