Eyjafjarðardeild félagsfundur

Joi Hauks
Póstar: 112
Skráður: Sun Des 25, 2016 6:19 pm

Eyjafjarðardeild félagsfundur

Pósturaf Joi Hauks » Mán Mar 01, 2021 12:36 am

Heil og sæl
Það er okkur í stjórn mikil gleði að geta boðað til félagsfundar.
Fundurinn verður næstkomandi þriðjudagskvöld 2. mars kl 20:00 og haldinn að venju í Hjalteyrargötu 12 efri hæð til vinstri, í húsi Björgunarsveitarinnar Súlna.
Við þurfum að fara yfir nokkur mál saman, þar á meðal Stórferð F4x4 á Mývatni 18-21. mars og svo mun ferðanefnd einnig kynna stórferðina okkar sem verður án vafa rosaleg.
Að hefðbundnum fundarstörfum loknum verður boðið upp á kaffi og "meððí" og þá er um að gera að tappa af öllum sögunum sem búið er að bíða með síðan á síðasta fundi.
ATH:
Það eru ennþá samkomutakmarkanir og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nálægðarmörk.
Við hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4

Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir