Eyjafjarðardeild 4x4 Afmælishátíð

Joi Hauks
Póstar: 112
Skráður: Sun Des 25, 2016 6:19 pm

Eyjafjarðardeild 4x4 Afmælishátíð

Pósturaf Joi Hauks » Mið Jún 16, 2021 11:49 am

Kæru félagar

Í tilefni af 30 ára afmæli Eyjafjarðardeildar 4x4 þá ætlum við
að halda glæsilega afmælishátíð laugardaginn 26. júní í Réttartorfu.
Veisluhöldin standa frá kl. 13:00 til 17:00 á laugardeginum og þau munu ná hámarki með glæsilegri kaffiveislu um kl. 15:00
Þeir sem vilja dvelja lengur og jafnvel gista geta það annað hvort í tjöldum eða í Réttartorfu skála á meðan húsrúm leyfir. Um kvöldið verður varðeldur, söngur og gleði fram eftir kvöldi.

Það verður grillaðstaða á staðnum fyrir þá sem vilja en gert er ráð fyrir að fólk komi með kvöldmatinn sinn sjálft, það er að segja kjötið, meðlætið verður í boði Eyjafjarðardeildar 4x4. Þeir sem vilja gista í Réttartorfu þurfa að hafa samband við Skálanefnd (í síma 8945307) og panta gistingu eða að láta það koma fram á Fésbókar-síðu okkar.
Viljum við endilega fá skráningu á Facebook-síðu Eyjafjarðardeildar 4x4 eða hér á f4x4.is svo að við sjáum hve margir eru að koma, enda er betra að eiga en vanta þegar veitingar eru annars vegar.
Við viljum hvetja félaga annara deilda að koma og gleðjast með okkur ef þeir verða á Norðurlandi á þessum tíma enda eru allir velkomnir.

Kveðja
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4

Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir