Hvað er jeppi???

Umræður um hagsmuna- og baráttumál Ferðaklúbbsins 4x4.
tingit
Póstar: 3
Skráður: Mán Maí 01, 2017 11:21 am

Hvað er jeppi???

Pósturaf tingit » Mán Nóv 12, 2018 7:18 am

Félagar góðir, hvað er jeppi?
Hér er ekki verið að spá í hvort skrifa skuli jéppi eða éppi eða jeppi, heldur auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Volvo XC "lúxusjeppar" eru auglýstir. Þar kemur fram að þessir bílar hafa verið ýmist valdir sem " bíll ársins" eða "jeppi ársins" af ýmsum aðilum, svo sem Bandalagi íslenskra bílablaðamanna. Á jeppasýningu 4x4 í haust var sýndur "jeppi" frá einu bílaumboðanna, sem að mínu viti ekki náði að vera "slyddujeppi" og í besta falli "jepplingur".
Bílar sem þessir eru gjarnan til leigu til erlendra sem innlendra bílstjóra sem jeppar. Í trausti þess að viðkomandi aki jeppa er farið inn á vegi sem eru aðeins jeppafærir, og lagt í ár sem eru aðeins jeppafærar. Leiða má líkur að því að slíkt hafi valdið dauðaslysi eða slysum, utanvegakstri þar sem farið er út fyrir polla og skafla.
Er ekki tímabært að 4x4 taki þetta málefni upp, við bílablaðamenn , bílaumboð og bílaleigur, að skerpa á því hvað er jeppi? Skilgreina þessi hugtök jeppi, jepplingur, slyddujeppi, breyttur jeppi, súperjeppi, og trúlega einhver fleiri. Þessar skilgreiningar gætu snúið að því hvaða jeppar eiga erindi og hafa leyfi til að fara um hina ýmsu vegi á hinum ýmsu árstíðum við hinar ýmsustu aðstæður.

Bestu kveðjur,
Þorvarður Ingi Þorbjörnsson,

jong
Póstar: 122
Skráður: Fös Des 09, 2016 8:09 am

Re: Hvað er jeppi???

Pósturaf jong » Mán Nóv 12, 2018 8:17 am

Mitt álit til að það heiti jeppi:
Lágmarks burðargeta 800 kg eða 4 manns
Minnst 20 cm hæð i neðsta punkt (ground clearance)
Minnst 22 í heildarniðurgírun ef tækið er á 31 tommu dekkjum. Ef dekkin eru stærri þarf meiri niðurgírun.

dalkvist71
Póstar: 10
Skráður: Þri Nóv 07, 2017 2:29 pm

Re: Hvað er jeppi???

Pósturaf dalkvist71 » Fim Nóv 15, 2018 11:03 am

Mér finnst þetta mjög góður punktur.
Ég geng oft framhjá bíl hér í Árbænum sem mér finnst frekar töff rafmagnsbíll, gulur og með skemmtilegar sportlínur. Þetta var tegund sem ég hafði ekki séð áður, svo ég fór á netið til að skoða í eitt skiptið sem ég kom heim eftir göngutúr. Þá sé ég að þessi bíll er auglýstur sem sportjeppi, ekki sportjepplingur einu sinni, en bíllinn er í hæð lítið hærri en Yaris (sem stendur oft við hliðina á honum), þó það sé kannski örlítið hærra undir hann. Hann er þó varla hærri en t.d. Subaru station fólksbíll og miklu minni en jepplingurinn sem ég átti, sem var Land Rover Freelander.

tingit
Póstar: 3
Skráður: Mán Maí 01, 2017 11:21 am

Re: Hvað er jeppi???

Pósturaf tingit » Lau Jan 12, 2019 11:54 am

Félagar,
verð að viðurkenna vonbrigði mín yfir áhugaleysi um málefnið. Í mínum huga snýst þetta ekki bara um aðgang að hálendinu, heldur jafn vel líf og dauða. Unnið er að því að loka aðgengi okkar inn á hinar ýmsu leiðir; verði Dacia Duster flokkuð með óbreyttum Nissan Patrol með fullbreyttum 46" jeppa, þá er Ferðafrelsisbarátta okkar töpuð. Leigi erlendi ferðamaðurinn Daciu Duster áfram sem jeppa heldur hann áfram að drekkja sér í ám aðeins færum alvöru jeppum.
Lifi enn í þeirri von að ekki sé um áhugaleysi félaga minna fyrir málefninu að ræða, heldur fari bara nánast enginn inn á 4x4 spjallið!
Þorvarður Ingi R2109

Hjalti
Póstar: 3
Skráður: Sun Sep 03, 2017 10:43 pm

Re: Hvað er jeppi???

Pósturaf Hjalti » Sun Jan 13, 2019 11:11 pm

Góðir félagar.
Þetta málefni brennur nú á mörgum og tækninefnd 4x4 hefur fjallað nokkuð um þetta.
Ég vil benda á þráð á Facebook síðu Ferðaklúbbsins, F4x4 spjallsíða. Ég stofnaði hann 22. nóvember og fékk ágætir undirtektir. Einnig hefur þetta verið rætt á félagsfundum síðan þá.
Málið er enn á lífi í Tækninefnd og munum við láta vita af því þegar eitthvað er að frétta.
Það sem við viljum sjá er að "JEPPI" nái yfir skilgreininguna 1.205 Torfærubifreið (G) eins og hún er í Reglum um gerð og búnað ökutækja.
Viðmiðið á mannamáli er að jeppi geti komist um erfiðustu hálendisslóða á landinu að sumri til.


Þ. Hjalti Magnússon R-14


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur