Ferðafrelsiskort

Umræður um hagsmuna- og baráttumál Ferðaklúbbsins 4x4.
tingit
Póstar: 3
Skráður: Mán Maí 01, 2017 11:21 am

Ferðafrelsiskort

Pósturaf tingit » Mán Nóv 12, 2018 8:14 am

Góðir félagar,
fyrir margt löngu kom ég ásamt félögum í 4x4 að gagnasöfnun og undirbúningi að kortagerð, þar sem ferlaðar voru leiðir og skráðar og flokkaðar skriflega með grunnlýsingu um upphaf og enda og helstu einkenni. Gefið var út hálendisvegakort í framhaldi af þessu, sem ekki féll alls staðar í góðan jarðveg. Veit einhver hvar þessi frumgögn eru geymd, eru þau aðgengileg?

Landakort, svo og svæðakort þau sem nú til dags er að finna í ýmsum héruðum landsins eru oftlega ónothæf því búið er að taka út svo og svo mikið að leiðum þeim sem við gjarnan förum og viljum halda á lofti. Því hvarflar að mér að gefa út eigið landakort með þeim vegum inni sem erindi eiga inn á slíkt kort, og þá með skilgreiningum um hvers konar vegi er um að ræða. Er inni í myndinni að 4x4 komi að útgáfu slíks korts? Við eigum væntanlega nokkuð umfangsmikinn gagnagrunn, -einhverns staðar?

Þorvarður Ingi Þorbjörnsson

jong
Póstar: 122
Skráður: Fös Des 09, 2016 8:09 am

Re: Ferðafrelsiskort

Pósturaf jong » Lau Nóv 17, 2018 11:06 am

Það er verið að vinna í að koma lögum og reglugerðum um þetta í almennilegt horf. Sem stendur er það víst á ábyrgð sveitarfélaga að setja inn í aðalskipulag hvaða slóðar eiga að vera skráðir og leyft að fara um.


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur