Page 1 of 1

Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2017-12-12 19:Dec:th
by hsm
Nú fer að styttast í Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 en hún er helgina 13-14. janúar.

Lagt er af stað á laugardagsmorgni og farið í fjallaskála klúbbsins, Setrið. Á sunnudag er svo farið til baka.

Leiðarval verður auglýst þegar nær dregur, fer eftir veðri og færð. Reynt verður að velja "mátulega" krefjandi leið.

Til að taka þátt í ferðinni verður að vera á breyttum jeppa. Til viðmiðunar, þá er hægt að nota eftirfarandi töflu miðað við þyngd jeppa
35" dekk, 1,5 -2 tonn
38" dekk, 2-3 tonn
44" dekk, 3-4 tonn
>44" fyrir þyngri jeppa
Þeir sem eru í vafa um jeppa sína geta haft samband við okkur í Ferðanefnd, það er yfirleitt alltaf einhver frá okkur á opnum húsum klúbbsins (miðvikudagskvöld kl. 20), eins er hægt að senda póst á ferdanefnd@f4x4.is

Ferðin er opin fyrir alla, en nýliðar hafa forgang.

Fyrir ferðina verður örnámskeið eitt kvöld, sem er opið öllum sem ætla í ferðina. Á þessu námskeiði er farið yfir ýmis mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga þegar ferðast er á breyttum farartækjum.

Á laugardagskvöldi verður sameiginleg máltíð.

Verð á hvern þátttakenda, matur og gisting er 5.000 kr.
20171104_114942.jpg
20171104_114942.jpg (6.86 MiB) Viewed 8324 times
Kveðja,
Ferðanefnd

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2017-12-27 22:Dec:th
by hsm
Skráning í nýliðaferðina er hafin. Linkur á skráningarform er https://goo.gl/forms/vlMOcKqoT1xrzF8J2

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2017-12-29 15:Dec:th
by hsm
Athugið að örnámskeiðið verður þriðjudagskvöldið 9. janúar, en ekki fimmtudag eins og fyrst var auglýst.
Námskeiðið og kynningarfundur fyrir ferðina verða þriðjudagskvöld 9. janúar í húsnæði klúbbsins Síðumúla 31, bakhús.

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2017-12-30 21:Dec:th
by hsm
Ég lokaði á skráningu áðan þar sem öll pláss eru nú bókuð, þeir sem hafa áhuga geta farið á biðlista með því að senda okkur póst (ferdanefnd@f4x4.is).

Þeir sem eiga eftir að borga geta lagt inn á reikning 0133-26-014444), kennitala 701089-1549. Þeir sem greiða ekki, komast ekki í ferðina.
Fyrir gistingu og máltíð þarf að greiða 5000 kr. fyrir þátttakendur.

Þeir sem hafa bókað en sjá fram á að komast ekki, vinsamlegast látið okkur vita sem fyrst svo hægt sé að nýta sætin sem losna.

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2018-01-02 14:Jan:nd
by hsm
Hér (https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... sp=sharing) má sjá þá sem eru skráðir í ferðina, einnig þá sem eru á biðlista.

Þeir sem hafa bókað en sjá fram á að komast ekki, vinsamlegast látið okkur vita sem fyrst svo hægt sé að nýta sætin sem losna.

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2018-01-09 17:Jan:th
by gullitoy
Hvenær er fundurinn á eftir útaf nýliðaferðinni?

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2018-01-10 23:Jan:th
by hsm
Þar sem veðurspár fyrir helgina eru slæmar, mikil úrkoma og vindur þá hefur verið ákveðið að fresta auglýstri Nýliðaferð klúbbsins um eina viku, ný dagsetning fyrir ferðina er því 20.-21. janúar.

Þeir sem eru skráðir og sjá sér ekki fært að fara eftir þessa breytingu eru vinsamlegast beðnir um að láta vita sem fyrst með því að senda póst á ferdanefnd@f4x4.is. Þeir sem ekki láta vita af sér eru áfram skráðir í ferðina.

Ferðanefnd Ferðaklúbbsins 4x4

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2018-01-17 07:Jan:th
by hjaltisig
Sælir. Verður farið um helgina og er kominn endanlegur þátttakendalisti ?

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Posted: 2018-01-17 15:Jan:th
by hsm
Sælir. Verður farið um helgina og er kominn endanlegur þátttakendalisti ?
Það verður farið í ferðina, ég var að uppfæra þátttökulista áðan. Það er fullbókað í ferðina.

Kveðja,
Hafliði