Page 1 of 1

Löguð utanvegaaksursför

Posted: 2018-08-12 22:Aug:th
by fridrikh
Í júlí voru franskir ferðamenn á ferð á tveimur jeppum og skemmdu gróðursvæði norðan Kerlingarfjalla með utanvegaakstri. Nokkuð hefur verið rætt og skrifað um þetta mál, en enginn farið til að laga ummerkin. Stjórn og Umhverfisnefnd ákváðu að fara í leiðangur til þess að gera tilraun að laga þessi ljótu spor sem þarna voru gerð. Við vissum ekki alveg hvernig til myndi takast og var ákveðið að boða ekki til opinberrar ferðar heldur reyna að fá nokkra aðila úr stjórn og umhverfisnefnd til fararinnar. Niðurstaðan var sú að 5 manna hópur fór af stað á einum bíl föstudagskvöldið 10. ágúst upp í Kerlingarfjöll, og gist var þar, því Setrið var upptekið.
Meðfylgjandi eru samantekt í myndum af þessum leiðangri, en hann gekk vonum framar að okkar mati. Það verður gaman að sjá á næsta ári hvernig þetta svæði þróast því oft er ekki alveg að marka svona aðgerð fyrr en að einhverjum tíma liðnum.

kveðja
Friðrik

Re: Löguð utanvegaaksursför

Posted: 2018-08-13 08:Aug:th
by cruser
Vel gert hjá ykkur. Þetta lýtur mun betur út eftir lagfæringuna og verður gaman að sjá hvernig þetta muni svo gróa með tíð og tíma.

Kv Bjarki

R-2405

Re: Löguð utanvegaaksursför

Posted: 2018-08-13 11:Aug:th
by fastur
Vel gert.

Við eigum mikin hag af því að geta ferðast og þetta hjálpar okkur í okkar báráttu.

Ég tek hattinn ofan fyrir ykkur.

Kveðja, Birkir

Re: Löguð utanvegaaksursför

Posted: 2018-08-13 13:Aug:th
by JHG
Glæsilegt :)

Re: Löguð utanvegaaksursför

Posted: 2018-08-14 11:Aug:th
by logir
Alveg til fyrirmyndar

Re: Löguð utanvegaaksursför

Posted: 2018-09-07 18:Sep:th
by fridrikh
upp