Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2019

fridrikh
Póstar: 79
Skráður: Mán Nóv 07, 2016 10:10 am

Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2019

Pósturaf fridrikh » Mið Feb 06, 2019 8:09 pm

Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2019 sem verður Reykjavík - Klaustur
dagana 21. mars - 24 mars 2018

Á Klaustur:
Áætlað er að bílar komi inn á Klaustur á fimmtudagskvöldi, því fyrsta ferð er áætluð á föstudagsmorgni.
Menn ráða hvenær þeir koma og hvenær þeir fara.
Eingöngu er verið að rukka fyrir matinn og rútuferð.
Þeir sem ekki ætla sér að nýta það greiða ekkert. Miðar verða afhentir þeim sem greiða fyrir mat.

Fimmtudagur:
Leiðarval á fimmtudeginum er frjálst, þjóðvegur 1 er 256 km, eins er hægt að fara Fjallabaksleið syðri eða Fjallabaksleið nyðri. Aðrar leiðir koma að sjálfsögðu líka til greina.

Föstudagur:
Heitt verður á könnunni á Hótel Klaustri á föstudagsmorgninum kl. 8:00
Farið verður yfir leiðarval og þær leiðir sem mælt verður með miðað við veður og aðstæður.
Suðurlandsdeildin verður okkur innan handa með leiðarval.

Laugardagur fyrri hluti:
Heitt verður á könnunni á Hótel Klaustri á laugardagsmorgninum kl. 8:00
Ferðin á laugardeginum verður styttri, en áætlað er að bílar verði komnir á Kirkjubæjarklaustur aftur um 16:00
Búið er að taka frá félagsheimilið að Kirkjubæjarklaustri um kvöldið.

Laugardagur seinni hluti:
Félagsheimilið opnar kl. 19:00 og matur hefst kl. 20:00.
Boðið verður upp á kvöldmáltíð og smá skemmtun. Miðað er við slútt kl. 24:00.
Aldrei að vita nema gamlir skarfar stígi á svið og sýni hvað þeir geta…..
Rútuferðir til og frá gististöðum að félagsheimilinu.

Matseðill:
Lambalæri með bernais- eða rauðvínssósu,
rótargrænmeti,
smælkiskartöflur
Ferskt salat
Kaffi/te súkkulaði
þetta verður hlaðborð.

Sunnudagur:
Eins og í ferðum undanfarið er frjálst leiðarval heim eftir að skemmtun er slitið á laugardagkvöldi.
Margar leiðir í boði.

Hagnýtar upplýsingar:
Hópaskipulag verður og hver hópur þarf að tilgreina hópstjóra sem tekur ákvarðanir fyrir hópin og er í samskiptum við stjórnendur ferðar.
Hópar eru á eigin vegum eru sjálfbærir og þurfa hópstjórarnir að bera ábyrgð á sínum hóp.
Leiðarval er val hvers og eins.
Þeir einir geta skráð sig sem eru félagsmenn í klúbbnum með greidd félagsgjöld
Minnum á ferðarelgur klúbbsins.

Verð:
Verði verður stillt í hóf, eða 7.000 kr. á mann. Innifalið er matur og rútuferðir. Auk þess verða prentaðir límmiðar fyrir þá sem taka þátt í ferðinni.
Þeir sem taka þátt í ferðinni eða skrá sig verða að greiða fyrir allan kostnað sem er matur, rútuferð og smávægilegt.
Leitað verður eftir styrktaraðilum að ferðinni til að hægt verði að greiða hana niður.

Skilmálar:
Þeir sem skrá sig í ferðina þurfa að greiða 7.000 kr. á mann fyrir 1. mars 2019 og er það óafturkræft 14 dögum fyrir ferð.
Ástæðan er einföld panta þarf mat og húspláss með löngum fyrirvara.
Greiðsla á reikning Ferðaklúbbsins 4x4 0133-26-14444 kt. 701089-1549

Gistingu verður hver og einn að redda sér á Klaustri eða í nágrenni:
Valmöguleikar í gistingu:
Hótel Klaustur s. 487-4900
Klausturhof s. 567-7600
Hótel Laki s. 412-4600
Hörgsland s. 487-6695

Meiri upplýsingar koma þegar nær dregur en á félagsfundinum 4. mars verður líka farið vel yfir ferðina.

fridrikh
Póstar: 79
Skráður: Mán Nóv 07, 2016 10:10 am

Re: Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2019

Pósturaf fridrikh » Fim Feb 07, 2019 5:44 pm


Ragnar_Eiriksson
Póstar: 1
Skráður: Mið Jan 16, 2019 1:21 pm

Re: Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2019

Pósturaf Ragnar_Eiriksson » Þri Feb 19, 2019 11:00 am

Hvernig er dílað við afskráningar? Ragnar Eiríksson og EG-493 komast alla vega ekki og ég sé enga augljósa leið til að leiðrétta það.

fridrikh
Póstar: 79
Skráður: Mán Nóv 07, 2016 10:10 am

Re: Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2019

Pósturaf fridrikh » Mán Feb 25, 2019 3:07 pm

Sælir
Best að gera það hér í gegn
Töku þig út, ekkert mál
kv
Friðrik

SverrirKr
Póstar: 9
Skráður: Mán Jan 09, 2017 6:07 pm

Re: Stórferð Ferðaklúbbsins 4x4 2019

Pósturaf SverrirKr » Mán Mar 18, 2019 5:16 pm

Á mánudagsfundinum var eittlhvað talað um nesti sem Orkan myndi sjá um. Hvar, hvenær og hvernig?


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir