Page 1 of 1

Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-04-08 15:Apr:th
by cruser
Sæl öll

Nú höfum við fengið aðgang að vefmyndavél sem er við veðurathugunarstöðina neðan við Setrið okkar, sem er algjör snilld.
Hún tekur mynd á ca 1klst fresti.
Nú er auðvelt að fylgjast með snjóalögum og veðri. Endilega kíkið á þetta.

https://www.f4x4.is/skalar/setrid/setrid-vefmyndavel/

Kv Bjarki

Re: Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-04-08 17:Apr:th
by fastur
Feitur Lækur á þetta framtak.

Re: Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-04-08 17:Apr:th
by fridrikh
flott , Lækur héðan

Re: Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-04-08 18:Apr:th
by Sveinbjorn
Vantar alveg að geta sett læk en hér kemur stórt LÆK.....

Re: Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-04-12 13:Apr:th
by arnor
Þetta er geggjað framfaraskref, en ég ætla samt að fá að vera leiðinlegi gaurinn og koma með breytingartillögu :-)

Það vantar eitthvað eins og eina gula stiku eða eitthvað, jafnvel með cm-mælikvarða þarna beint fyrir framan myndavélina - þetta verður dáldið grátt allt þegar það er ekki þeim mun betra skyggni ;-)

kv.
Arnór

Re: Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-04-17 08:Apr:th
by arnor
Svo er spurning hvort ekki væri hægt að búa til smá sögu - geyma 2-3 myndir á dag eða eitthvað á föstum tímum - t.d. mánuð aftur í tímann ? Svo hægt sé að fá smá sögu og sjá breytingar ?

Re: Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-04-23 09:Apr:rd
by jong
Mér sýnist út frá skugganum á mynd frá í gær að myndavélin snúi í aust-norð-austur eða um 65 gráður réttvísandi.

Re: Vefmyndavél Setur

Posted: 2019-05-08 13:May:th
by cruser
Hann hverfur hratt snjórinn í kringum Setrið þessa dagana, það er dagamunur á myndunum.
https://www.f4x4.is/skalar/setrid/setrid-vefmyndavel/

Kv Bjarki