Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Ulfr
Posts: 16
Joined: 2017-01-09 22:Jan:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby Ulfr » 2017-03-16 00:Mar:th

Ferðin gekk mjög vel og voru tæplega 40 hræður með fararstjórum inní Setri. Ein boðflenna bættist í hópinn samkvæmt venju. Ekki var mikið um bilanir að undanskyldum Land rover sem ákvað að slíta dekkið frá felgu við banann rétt fyrir ofan Hrauneyjar. Gúrme máltíð var um kveldið og voru menn nokkuð sáttir með ferðina eftir því sem ég heyrði. Nokkrir nýjir félagar bættust við í klúbbinn en kvörtuðu sáran undan því að ekki væri hægt að skrá sig í klúbbinn á vefsíðunni (ótrúlegt að þetta séu alltaf sömu atriðin síðastliðinn áratug sem eru að).
Myndir má nálgast á facebook spjallsíðu klúbbsins
Hér er eitt albúm frá mér.
https://www.facebook.com/media/set/?set ... be06431c86

Veðrið var með besta móti og færið nokkuð þungt að Setrinu og að Kerlingafjöllum.

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby SBS » 2017-03-16 08:Mar:th

Sælir.
Þakka þér fyrir pistilinn Samúel.
Nú eru margir orðnir nokkuð leiðir á mér með þessar endalausu kvartanir yfir lítilli sem engri þáttöku hér á spjalli F4x4 og innsetningu mynda.
Mér þætti afskaplega gott að fá að vita hjá mönnum ástæðu þess hvað veldur því að notkun á síðunni er svo til engin.

Kv. SBS.

Hjortur_M
Posts: 2
Joined: 2017-03-16 13:Mar:th
Location: Reykjavík

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby Hjortur_M » 2017-03-16 13:Mar:th

Held það sé nú bara það að það setja allir allar myndirnar sýnar á facebook, held það sé að þessari síðu ólastaðri, svona er þetta bara orðið.
þegar menn setja inn myndir hér sjá bara þeir sem skoða síðuna myndirnar
þegar menn setja myndir á facebook sjá allir vinir viðkomandi myndirnar, og ætli það sé ekki markhópurinn fyrir þær flestar.

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby SBS » 2017-03-16 22:Mar:th

Sæll Hjörtur.

Það er rétt að menn eru að færa sig á FaceBook og ekkert að því en menn mega ekki gleyma vefsíðu F4x4. Þótt menn setji myndir og spjalla á sínum einka FaceBook síðum geta þeir líka sett myndirnar sínar hér inn og spjallað. Þetta hefur mikið að segja fyrir alla starfsemi og nýliðun í klúbbinn.

Ég hef haldið línurit yfir fjölda gesta og fjölda heimsókna á baksíður. Þessi skrá er frá fyrripart 2015 og til dagsins í dag og er tekið saman vikulega.
Þegar best lét 2016 fyrst á árinu voru 2.900 gestir sem komu í einni vikunni. Nú í síðustu talningu voru þeir 266.
Á svipuðum tíma voru 16.115 baksíður heimsóttar en nú 345 á einni viku.

Þetta er í einu orði sagt skelfilegt. Ég virðis vera sá eini óbreittur félagsmaður af öllum framámönnum klúbbsins sem hef áhyggjur af þessarri þróun. Ég veit þó að verið er að vinna að grunnvinnu síðunnar en ef engin tjáir sig hér um vefinn verður vefsíðan í langan tíma eins og heldur áfram að hnigna. Því miður.

Kv. SBS.

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby jong » 2017-03-17 08:Mar:th

Held það sé nú bara það að það setja allir allar myndirnar sýnar á facebook, held það sé að þessari síðu ólastaðri, svona er þetta bara orðið.
þegar menn setja inn myndir hér sjá bara þeir sem skoða síðuna myndirnar
þegar menn setja myndir á facebook sjá allir vinir viðkomandi myndirnar, og ætli það sé ekki markhópurinn fyrir þær flestar.
Það er ekkert mál að setja myndirnar hérna inn og setja svo hlekk inn á facebook. Ég geri það til að hafa þær sæmilega aðgengilegar á vefnum án þess að þurfa að logga mig inn á Facebook, og svo get ég sýnt þær með skyggnusýningu.

Stærsti gallinn við Facebook að ef einhver setur inn myndir úr jeppaferð þá eru þær horfnar út í buskann eftir sólarhring, og ef maður man ekki hver það var sem póstaði þeim þá er ansi erfitt að finna þær aftur.

Annar stór galli við Facebook er hvernig jeppamenn brotna upp í mismunandi hópa. Það er síða fyrir Ferðaklúbbinn 4x4, önnur sem heitir Breyttir jeppar á klakanum, enn önnur sem heitir Patrol á íslandi og enn ein fyrir land-cruiser 80.
Þarna húkir hver hópur í sínu horni og aðrir vita ekki hvað er að gerast hjá þeim, nokkuð sem hindrar dreifingu á þekkingu og skemmtilegheitum.

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby hsm » 2017-03-17 17:Mar:th

Sæll Sigurður,

Ég veit að aðsóknin á síðunni hefur minnkað frá því sem var fyrir nokkrum árum, en síðasta talning sem þú vísar í hlýtur að vera brotin, því síðustu 2 vikur hafa komið 1829 sem er meir en 266 á viku, þetta er skv. Google Analytics mælingum sem byrjuðu fyrir ca 3 vikum síðan. Við erum skv. því að fá um 1000 notendur á viku í dag.

Það er mjög gott að fá fjölbreytt efni á vefinn, hvort sem það eru myndir, sögur, fróðleikur eða annað. Það er deginum ljósara að facebook og aðrir samfélagsmiðlar hafa tekið við ákveðinni traffík sem við vorum með fyrir nokkrum árum, en við eigum ekkert að gefast upp, heldur finna okkar stað í flórunni.

Mín skoðun er að við eigum ekki að berjast á móti samfélagsmiðlunum, heldur finna út hvernig við getum best þrifist í þessu fjölbreytta samfélagi.

Kveðja,
Hafliði

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby SBS » 2017-03-17 19:Mar:th

Sæll Hafliði.

Þakka þér fyrir þáttökuna í umræðunni. Ég þóttist nú vita að ekki væri í lagi með Google Analytics tenglana hjá mér. Ég er með þetta tvískipt. Annars vegar spjallið og svo vefsíðuna sjálfa. Spjallið er í núlli hjá mér en vefsíðan sýnir þessa litlu virkni. Það varð skyndilegt fall fyrir tveimur vikum á báðum tenglunum.
Ég var búin að láta vita af þessu og þóttist skinja að vefnefnd hefðu áhuga á að fá þetta myndræna yfirlit hjá mér. Miðað við biðtímann eftir þessum tenglum virðist áhuginn eitthvað tregari. Stundum virðist maður þurfa að lifta fæti örlítið til að fá viðbrögð.

(Bætt við deginum eftir).

Það sem menn verða að hafa að leiðarljósi við ákvarðanir er að afla sér upplýsingar um hvernig félagsmenn vilja hafa vefsíðuna. Vilji þeirra er að sjá á FaceBook. Þar eru margir þættir framsettir sem mönnum líkar. Þar er hægt að vera með áhugahópa um allt mögulegt þótt ekki sé hægt að elta það allt hér. Það er gríðarleg vinna að taka þetta saman, velja úr og koma fyrir á vefsíðunni. Einhverjar tilraunir eru til í þessa átt á eldri vefsíðu. Svo var ég búin að teikna upp ákveðna fasta liði vefsíðunar til að hafa til hliðsjónar.

Nú vil ég spyrja vefnefndina hvort vefsíðan okkar á að vera eins og hún er nú? Viðburða-síða. Viðburðir eru svo yfirgnæfandi á forsíðunni að menn veigra sér við að setja inn efni hér en fara á flótta beint á FaceBook. Svo er síðan svo til lokuð fyrir sögur, fróðleik og annað efni að setja inn.

Kv. SBS.

Ulfr
Posts: 16
Joined: 2017-01-09 22:Jan:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby Ulfr » 2017-03-18 15:Mar:th

Þurfa allir þræðir alltaf að breytast í tuð um vefsíðuna?
En úr því að við erum byrjaðir, hvernig væri að bæta við APA á síðuna sem leyfir fólki að setja inn myndir af Facebook inná síðuna. Þá getur fólk hent inn myndum tiltölulega „seamless“. Eða hreinlega tengja reikning sinn hér við facebook reikninginn og þar með deila myndum sjálfvirkt ef þær eru t.d. taggaðar með f4x4 taggi.
Mér finnst hinsvegar verra að ekki sé hægt að skrá sig í klúbbinn í gegnum vefsíðuna þrátt fyrir að árið 2017 sé gengið í garð.

Mbkv, Samúel

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby hsm » 2017-03-18 17:Mar:th

Sæll Samúel,

Ég er sammála þér í því að best er að halda þráðum við efnið en ekki alltaf fara að tala um aðra hluti. Þannig að ef menn vilja halda þessari umræðu áfram þá ætti að stofna sér þráð um hana. En, til að svara því sem þú skrifar, þá skal ég skoða þessa tagg leið. Hitt atriðið, ég var að setja í loftið í morgun fyrstu útgáfu af nýrri skráningasíðu til að skrá sig í klúbbinn í gegnum vefsíðuna. Þessi síða er aðgengileg bæði undir "Um F4x4" (neðsta valið) og eins á hnappnum "Ganga í klúbbinn". En linkurinn er http://www.f4x4.is/um-ferdaklubbinn/ganga-i-klubbinn/. Þetta er fyrsta útgáfa og því má reikna með að við breytum þessu eitthvað, en þetta er alla vega komið aftur.

Kveðja,
Hafliði

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017

Postby SBS » 2017-03-18 21:Mar:th

Sælir Hafliði og Samúel.

Mér þykir sjálfsagður hlutur að menn setji inn á ljósmyndasíðuna myndir frá ferðum á vegum klúbbsins. Hér fyrr spurði ég hvað veldur því að menn eru ekki að setja hér inn myndir. Nú vil ég spyrja ykkur hvers vegna þið gerið það ekki hér líka. Báðir formenn í nefndum sem þið standið fyrir og tókuð góðar myndir úr ferðum ykkar. Ég sé engan mun á vinnu nefnda og hinsvegar spjalli og myndainnsetningu frá viðburðum. Hlutverki nefnda við viðburði er ekki lokið fyrr en pistill er komin inn á spjallið og myndir inn á ljósmyndasíðu klúbbsins.

Mín reynsla á að vekja umræðu um vefsíðuna á síðustu árum er að engin tekur þátt í henni og hún lognast út af.
Þessi umræða hér hófst þegar þráðurinn var mettur en hafði það í för með sér að hugmynd kviknaði um eitthverskonar samtengingu við FaceBook. Það er bara gott að nýjar hugmyndir koma allstaðar frá og sérstaklega frá mönnum sem vit hafa á málum.

Kv. SBS.


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests