Þorrablót f4x4 2020 í Setrinu

fastur
Póstar: 20
Skráður: Mán Jan 02, 2017 10:31 pm

Þorrablót f4x4 2020 í Setrinu

Pósturaf fastur » Fim Jan 02, 2020 9:33 pm

Þá er opnað fyrir skráningu á þorrablót f4x4 2020.

Blótið fer fram laugardaginn 1. febrúar.

Það eru 45 gistirými.

Hámark 4 persónur á bíl. Einn aðili í hverjum bíl verður að vera félagsmaður.

Verð er 9600 krónur. Innifalið er gisting, þorramatur og með því.

Dagskrá á laugardeginum:
Matur kl 17
Bjór
Brennivín
Stuð

Þetta er ekki ferð á vegum klúbbsins heldur er þetta matarveisla. Allir bera ábyrgð á að koma sér sjálfir uppeftir og heim á eigin ábyrgð. Sé maður vinalaus má finna fleiri vinaleysingja eða vinaleysingja vænt fólk á spjallsíðu f4x4 á fésbókinni sem er til í hafa ykkur með.

Skráningar sendist á thorrablot.f4x4@gmail.com

Kveðja, Birkir ,,Fastur’’

fastur
Póstar: 20
Skráður: Mán Jan 02, 2017 10:31 pm

Re: Þorrablót f4x4 2020 í Setrinu

Pósturaf fastur » Mið Jan 08, 2020 11:46 am

Daginn

Verðið á þorrablótið er komið á hreint og er það 9600 krónur.
Hægt er að greiða með millifærslu á reikning klúbbsins:
Senda tilkynningu á thorrablot.f4x4@gmail.com með nafni þess sem er verið að greiða fyrir.
Rno: 0133-26-14444
kt: 701089-1549
Tilvísun "ÞBNafn" Þar sem nafn er nafn þess sem er greitt fyrir.

Einnig er hægt að greiða með greiðslukorti á skrifstofu klúbbsins. Greiða verður fyrir 10 mánudaginn 13. janúar annars verður plássið auglýst laust fyrir þá sem eru á biðlista.

Kveðja, Birkir

cruser
Póstar: 62
Skráður: Lau Des 24, 2016 2:21 pm

Re: Þorrablót f4x4 2020 í Setrinu

Pósturaf cruser » Mán Jan 13, 2020 1:23 pm

Borgunar dagurinn kominn, spennandi.

Hvernig gengur að fá greitt já og er hægt að sjá listann, hverjir eru inni?

Kv Bjarki


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 3 gestir