Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby Jon Emil » 2017-01-14 10:Jan:th

Góðann dag öll sömul.

Ég var að heyra í Hafliða formanni Litlunefndar.
Það eru um 30 bílar í ferðinni og eru þeir að lenda á Þingvöllum í snjómuggu.
Stefnan er tekin á Meyjarsæti, Slunkaríki og á Langjökul,
heyri aftur í honum í kringum hádegið.

Ferðafréttaritari F4x4

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby Jon Emil » 2017-01-14 13:Jan:th

Var að fá sms frá Hafliða, eru að lenda í Slunkariki og ætla að snúa við vegna lélegs skyggnis.

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby Jon Emil » 2017-01-14 15:Jan:th

Hópurinn er kominn niður að Tjaldafelli og er að pumpa í dekkin svo er stefnan tekin á bæinn.

Fréttaritarinn

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby SBS » 2017-01-14 15:Jan:th

Sælir.

Að sjálfsögðu er búið að taka fullt af myndum úr ferðinni sem flæða inn á nýjan vef klúbbsins.

Kv. SBS.
Last edited by SBS on 2017-01-14 23:Jan:th, edited 1 time in total.

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby Jon Emil » 2017-01-14 15:Jan:th

Smá update .........

þeir eru að tínast á línuveginn. Pumpuðu reynar aðeins of fljótt í, einhverjir pikk festu sig en því var reddað skjótt.
Það brotnaði eitt framdrif og ein skipting lætur eitthvað illa en sá bíll er á ferðinni.

Fréttaritarinn ;)

fridrikh
Posts: 79
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby fridrikh » 2017-01-14 18:Jan:th

Gaman að fá svona fréttir - takk Jón Emil

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby jong » 2017-01-19 08:Jan:th

SBS wrote:Sælir.

Að sjálfsögðu er búið að taka fullt af myndum úr ferðinni sem flæða inn á nýjan vef klúbbsins.

Kv. SBS.


Já, það vantar alveg myndir úr þessari ferð inn á myndasíðu klúbbsins. Það var ætlunin að láta myndir úr ferðinni rúlla á opnu húsi í gærkvöld, en þær voru allar inni á Fésbókinni sem býður ekki upp á sjálfvirka myndasýningu. Þannig að það voru bara sýndar myndir úr öðrum ferðum.

khs
Posts: 3
Joined: 2017-01-05 23:Jan:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby khs » 2017-01-20 00:Jan:th

Það er alger synd hve lítið af myndum fara nú til dags í albúmin hér inni og sökudólgurinn er Facebook. Þar er afar auðvelt að skella inn myndum, allt mjög interactívt og allir geta flett í þessu með auðveldum hætti. F4x4 verður bara að safna þeim saman og setja sjálfir í myndaalbúmin hér. Þetta er því miður staðreynd.

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby SBS » 2017-01-20 01:Jan:th

Sælir.

Þakka ykkur fyrir undirtektir og hvatningu á að menn setji myndir inn á vefinn okkar.

khs. Ég er frægur fyrir að vera ósammála mönnum og hér er eitt tilvikið í viðbót. ;) Við megum ekki telja okkur og öðrum trú um að þetta sé FaceBook að kenna. Annað hvort eru menn í klúbbnum eða ekki. Þegar menn fara í ferðir á vegum F4x4 byrja þeir eftir ferð að setja myndirnar inn á myndasíðuna hér. Ef þeir vilja setja þær inn annarsstaðar líka gera þeir það og kemur það engum við. ;)
Ef ég vel að setja mínar myndir inn á FaceBook er það mín ákvörðun en ekki FaceBook. Svo er það líka hlutverk nefnda að hvetja þátttakendur til að setja myndirnar sínar hér inn.

Kv. SBS

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Langjökul

Postby SBS » 2017-01-21 16:Jan:st

Sælir.

Með góðum og svo batnandi mönnum er best að lifa. http://www.f4x4.is/myndasvaedi/myndir-f ... langjokul/

Nú er komin ein myndasería úr ferð Litlunefndar inn á myndasafn F4x4. Það er Aron ( Íkorninn) Sem er með frábærar myndir úr ferðinni.
Þetta skiptir öllu máli fyrir starf klúbbsins að menn geti upplifað stemninguna í ferðinni og koma svo með næst.

Félagsmenn hættið þessu bölvaða Fésbókar-rugli og komið hér inn á gott spjall og þokkalegt myndasafn sem á fljótlega eftir að verða frábært.

Kv. SBS.


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests