Nýtt spjall

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Nýtt spjall

Postby Sveinbjorn » 2016-12-14 16:Dec:th

Sæll Sigurður.

Takk fyrir að vera svona ötull hér á vefnum það væri ekki mikið líf ef þú værir ekki hér með kommennt, brandara og fræðslu. Þú ert búinn að standa þig mjög vel í uppbyggingu vefsins og unnið ötulega í vefmálunum. Ég vona ð vefurinn núna eigi eftir að nálgast þá hugmynda og þróunnarvinnu sem búið var að ákveða að gera hér á vefnum þegar við vorum saman í vefnefndinni (sem gekk mjög vel þó við værum nú ekki alltaf sammála). Góð gagnrýni á vefinn þarf að koma fram þannig að hægt sé að lagfæra það sem þarf. Þó er eitt sem verður ekki gert það er að forrita inn í grunninn til að fá einhverja sérstöðu, það hefur alltaf endað með ósköpum og er sennilega það sem drap síðasta vefinn.

kv.
Sveinbjörn

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Nýtt spjall

Postby SBS » 2016-12-14 19:Dec:th

Sæll Sveinbjörn.

Þakka þér fyrir þetta. Það má jú segja að ég sé með vefsíðuna í hausnum og eigi erfitt með að losa mig við hana þaðan.
Ekki man ég það nú að við höfum verið ósammála með vefinn almennt. Það var að vísu nokkuð sem olli vandræðum þegar við og fl. vorum í vefnefndarstörfum að ég sá breitingar á vefnum sem aldrei höfðu verið ræddar í vefnefndinni. Þá tók ég upp á því að senda harðorða pósta á stjórn og vefnefnd og lét menn heyra það. Þá var stjórnin nánast búin að yfirtaka vefnefndina. Þetta var meðan Netheimar sáu um vefinn. Hvað með það, sá tími er liðinn.

Það jákvæða nú er að þetta spjall er áhugavert þegar búið er að lagfæra alla bögga í því. T. d. var ég að búa til texta hér og í það fór hálfur klukkutími. Áður en ég ætlaði að senda hann setti ég "Bold" og "undirlínu" á orð í textanum. Hvað haldið þið að hafi skeð þegar ég sendi hann. Það hvarf allt og upp kom villumelding. Þá hugsaði ég. Hversvegna í ósköpunum er ég að láta hafa mig að þessu fífli að vera að vesenast í þessu. Strákar!! Það á aldrei að setja spjall í loftið með ótal villumeldingum. Þangað koma þá menn aldrei aftur.

Það er að vísu eitt atriði sem ég er mjög ósammála með. Það er að forsíðan eigi að vera "Viðburðarsíða". Ég skil orðið mætavel enda er forsíðan þannig uppsett.
Ef ég tel þetta upp þá er kassi fyrir "Viðburði" neðst hægra megin. Síðan fyrir ofan eru "Fréttir og tilkynningar". Þar eru viðburðir endurteknir. Svo er stóra flettimyndin. Í þriðja skiptið er minnt á viðburði. Í fjórða skiptið er "Spjallið" lagt undir viðburði. Það er kanski þörf á að berja gamalmenni eins og ég er fjórum sinnum í hausinn. Ég vil taka það fram að ég hef ekki mætt á neinn viðburð í langan tíma. Líklega er ég orðin svona vankaður eftir öll höggin. Nei strákar. Þetta á bara að vera áberandi á einum stað.

Svo er kassi hægra megin sem tilheyrir mbl.is. Hann tekur einn sjötta af forsíðunni. :?: Væri nú ekki hugmynd að vera með tenglabaksíðu með tengingar inn á helling af áhugaverðu efni.

Kv. SBS. Tuðandi.
Last edited by SBS on 2016-12-23 20:Dec:rd, edited 1 time in total.

eyberg70
Posts: 6
Joined: 2016-12-10 20:Dec:th
Location: Reykjavik

Re: Nýtt spjall

Postby eyberg70 » 2016-12-14 20:Dec:th

Sælir og til lukku

Fins þetta vera framför hjá okkur að fá þessa spjall og það mun byggjast upp og vonandi verður það stór og góður grunnur fyrir framtíðina.

Þetta er eins og billin se uppgerður og komin með nýa grind og allt nýtt í fóðringum en það þarf að nota eithvað af gamla dótinu en það er verið að mála það til ða það passi við allt hitt :)

Hætum svo að dissa allt hér inni.

Kv
Elvar
Kveðja
Elvar Eyberg
R4598

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Nýtt spjall

Postby SBS » 2016-12-14 22:Dec:th

Sælir vefnefndarmenn, stjórn og fl. áhugasamir.

Nú þarf að bregðast við. Hér eru menn að biðja um aðstoð á spjallþræðinum. Það þarf að kalla til fróða menn til að svara spurningum manna.
Þetta spjall verður ekki virkt nema mönnum sé svarað. Nú er að grípa tækifærið og hita þráðinn.

Kv. SBS. Ég er búin að tuða nóg.

eyberg70
Posts: 6
Joined: 2016-12-10 20:Dec:th
Location: Reykjavik

Re: Nýtt spjall

Postby eyberg70 » 2016-12-14 23:Dec:th

Hvar eru þessar spurningar hér á spjallinu, væri til að lesa og jafnvel aðstpða þá sem eru í vandræðum !
Kveðja
Elvar Eyberg
R4598

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Nýtt spjall

Postby SBS » 2016-12-15 00:Dec:th

Sæll eyberg 70

Nú er þetta spjall að leggja af stað. Það er komin einn þráður sem spurt er um viðgerðarmál og varahluti. Það sem ég á við að þegar menn stofna þræði hér séu fróðir menn vakandi sem vakta spjallið og gefa góð ráð. Takk fyrir áhugann.

Kv. SBS.
Last edited by SBS on 2016-12-15 08:Dec:th, edited 2 times in total.

eyberg70
Posts: 6
Joined: 2016-12-10 20:Dec:th
Location: Reykjavik

Re: Nýtt spjall

Postby eyberg70 » 2016-12-15 00:Dec:th

Já meinar í framtíðini :)
Ég fékk strax svar við eina þræðinum svo ég hvarta ekki og svo setti ég fæði mola líka inn, en varðansi spjallið eins og þessi þráður erum þá er þetta allt í áttina eins og þegar maður er að vinna í jeppanum, það heft ekki allt strax.

Það jáhvæða er að þetta gengur mun hraðra fyrir sig en sá gamli gerði, það vantar inn nokkra flokka en.

Kv
Elvar
Kveðja
Elvar Eyberg
R4598

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Nýtt spjall

Postby jong » 2016-12-30 09:Dec:th

Ég var að svara þræði núna áðan og fékk afneitun með skilaboðunum
"Your reply contains too few charachters"

Fannst þetta skrýtið og prófaði að eyða táknunum sem áttu að skáletra hluta textans og þá fór svarið í gegn.
Það er greinilega einhver böggur í kerfinu sem kemur upp ef maður ætlar að svara með tilvitnun, feitletra, skáletra eða undirstrika texta.

admin
Site Admin
Posts: 1
Joined: 2016-11-02 13:Nov:nd

Re: Nýtt spjall

Postby admin » 2017-01-05 08:Jan:th

Virkar þetta núna?

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýtt spjall

Postby hsm » 2017-01-05 16:Jan:th

admin wrote:
Virkar þetta núna?


Virkar fínt núna.
Kv Hafliði


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests