Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby Jon Emil » 2017-03-12 08:Mar:th

Góðann daginn.

Í þessari Litlunefndarferð er stefnan tekin á topp Skjaldbreiðar. Hún átti að vera í gær en breytt til dagsins í dag vegna betra spár til veðurs.
Það voru 26 bílar skráðir en 5 bílar afboðuðu vegna bilunar svo það verða 21 farartæki sem ætla að leggja af stað frá Stöðinni Vesturlandsvegi kl. 9.
Læt þetta nægja í bili, kem með fréttir um leið og ég heyri í Hafliða formanni Litlunefndar.

Jón Emil Fréttaritari F4x4

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby Jon Emil » 2017-03-12 10:Mar:th

Var að heyra frá Hafliða, þeir eru komnir á Lyngdalsheiði og eru einhverjir skaflar að flækjast fyrir þeim, svo að þeir eru byrjaðir að hleypa úr

Fréttaritarinn

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby Jon Emil » 2017-03-12 11:Mar:th

Var að fá senda mynd
Attachments
170312_110115_0.jpeg
170312_110115_0.jpeg (112.17 KiB) Viewed 7363 times

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby Jon Emil » 2017-03-12 12:Mar:th

Þá er hópurinn að fara uppá Skjaldbreið. Snjórinn er þungur, hann þjappast en erftitt grip
Meira siðar.

Fréttaritarinn

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby Jon Emil » 2017-03-12 16:Mar:th

Hópurinn er kominn á línuveginn, eru að pumpa í og á leið í bæinn.
Ein affelgun varð og einn millikassi bilaði og snéri sá við, annars gekk ferðin nokkuð vel.

Fréttaritari kveður

Jon Emil
Posts: 16
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby Jon Emil » 2017-03-12 16:Mar:th

Hópurinn kominn á malbik, stutt á Þingvelli.

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby hsm » 2017-03-12 18:Mar:th

Takk fyrir ferðina, þetta var fín ferð, fengum að prófa öll tækin í bílnum :)
Takk Jón Emil fyrir fínan fréttafluttning.

Fyrir hönd Litlunefndar,
Hafliiði

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby jong » 2017-03-12 19:Mar:th

Já, takk fyrir fína ferð, var að setja inn myndaalbúm.

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby SBS » 2017-03-12 21:Mar:th

Sælir ferðafélagar litlunefndar.

Enn og einu sinni er Jón G. Guðmundsson að halda á lofti vefsíðu-myndasafni okkar með að setja hér inn myndir. Einn sem hefur tengst vefsíðu-vinnu lengi er búin að setja inn á eigin FaceBook síðu myndir frá ferðinni. Menn eiga að sjálfsögðu að setja hér inn myndir á vefsíðu F4x4 fyrst eða samtímis. Þetta þýðir þá að ég eyði myndum úr tveimur albúmum hjá mér. :(

Ég man Þá tíð þegar við Rúnar bróðir settumst í vinnunni við tölvuna í kaffitímanum og fórum yfir nýjar myndir og fylgdumst með gömlum á flettimyndum á forsíðunni. Þetta vakti hjá okkur áhuga á félagsskap klúbbsins sem við sóttumst síðan eftir að vinna í. Rúnar er nú í stjórn klúbbsins en ég flæmdist úr vefnefndinni vegna kjaftbrúks. Því miður hafa allt of margir sem verið hafa í vefnefndinni látið sig hverfa frá störfum eða alveg.

Kv. SBS. Ps. Þær myndamöppur sem ég eyddi út eru "OKT. 2010 JARÐARFÖR FERÐAFRELSIS." og "MAR. 2012 LITLUNEFNDARFERÐ." Samtals 140 myndir.

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Postby jong » 2017-03-13 08:Mar:th

Það þarf að vísu að brynja sig með svolítilli þolinmæði þegar maður er að setja inn 30 myndir inn á síðuna. Það þarf að sparka duglega í þennan hauglata vefþjón.
Annað sem er algerlega ofaukið er hversu margir valkostir eru á að merkja við myndir:
Titill
Myndatexti
Skýringatexti
Lýsing
Backligh color

Þessum þyrfti að fækka niður í tvo


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests