Page 1 of 2

Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-08-17 16:Aug:th
by Sveinbjorn
Haustferð Litlunefndar Ferðaklúbbsins 4x4

Haustferð Litlunefndar verður farinn laugardaginn 2. september og er stefnan tekin á Setrið, skála Ferðaklúbbsins 4×4 við Hofsjökul.
Leiðarval er ekki alveg komið á hreint og er aðeins háð veðri.
Gert er ráð fyrir að hittast kl. 9:00 laugardagsmorguninn 2. september við Skeljungsstöðuna á Vesturlandsvegi.
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 9:30 og ekið austur Suðurlandsveg og upp Skeiðin en framhaldið ræðst af veðri og vindum! En ætlunin er að fara svokallaða Klakksleið inn í Setrið.
Áætlaður komutími í Setrið er um kl. 17.
Kvöldmatur verður sameiginlegur og er áætlaður um kl. 19. Síðan er kvöldvaka fram eftir kvöldi. Lögð er áhersla að virða háttatíma sem er ekki síðar en kl. 24.
Ræs verður kl. 8 á sunnudagsmorgninum, morgunmatur og tiltekt og síðan lagt af stað stundvíslega kl. 10 og ekið inn að Kerlingarfjöllum og þaðan Kjalveg til byggða.
Áætlað er að koma í bæinn ekki síðar en kl. 18. Ef veðurspá er óhagstæð getur verið að leiðum verði skipt og Klakksleiðin farin til baka á sunnudeginum og Kjalvegur á laugardeginum.

Ferðin er ætluð lítið breyttum bílum og er stærðartakmörkun 35″ dekk. Ferðin er öllum opin þ.e. bæði félagsmönnum og öðrum en fjöldi er takmarkaður.
Kostnaður er kr. 2.500 á mann og innifalið í því er gisting og matur á laugardagskvöldinu.
Skráningareyðublað er að finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... arams=true og eru áhugasamir beðnir um að skrá nafn og netfang. Í framhaldinu mun viðkomandi fá sent til sín sérstakt eyðublað sem hann er beðinn um að fylla út og senda til baka.

Greiðsla fyrir ferðina verðu innheimt þegar nær dregur og hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst þar sem um takmarkaðan fjölda er að ræða.

Á opnu húsi klúbbsins (Síðumúla 31) miðvikudagskvöldið 30. ágúst verða fulltrúar frá Litlunefnd á svæðinu og fara nánar yfir leiðarval og svara spurningum.

Kv. Litlanefndin

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-08-17 18:Aug:th
by jong
Er ekki vissara að taka fram að HÁMARKS- stærð dekkja er 35-tommur?

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-08-17 21:Aug:th
by Logi_Ragnarsson
Rétt, hámarksdekkjastærð er 35"

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-08-18 09:Aug:th
by Sveinbjorn
Það stendur nokkuð skýrt að : Ferðin er ætluð lítið breyttum bílum og er stærðartakmörkun 35″ dekk. Ferðin er öllum opin þ.e. bæði félagsmönnum og öðrum en fjöldi er takmarkaður. Við munum ekki taka bíla á stærri en 35" dekkjum með okkur og verða bara tveir bílar á stærri dekkjum með okkur sem farastjórabílar. Hér er listi yfir þá sem koma í ferðina allir þeir sem skrá sig á stærri en 35" dekkjum eru strikaðir út.... Hér í viðhengi er listinn eins og hann lítur út.

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-09-02 11:Sep:nd
by fridrikh
Heyrði í Litlunefndarmönnum rétt í þessu (11:47)
Alls 14 bílar á ferð og góð stemming. Voru komnir inn fyrir Hólaskóg, á leið í Sultarfit, þar sem nokkrir Suðurlandsfélagar eru.
Þar verður stoppað og menn pulsaðir upp. Sæmilegt veður, smá úrkoma en bjartara að sjá í norður.
kv
Friðrik

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-09-02 17:Sep:nd
by fridrikh
Heyrði aftur í þeim kl 17:30
Voru við gatnamót inn að Klakkskála og tóku þar smá kaffi.
Búið að ganga vel, ekkert komið uppá. Meinlætisveður, smá súld, en enginn vindur. Allir kátir
Má reikna með 1,5 klst inn í Setur.
kv
Friðrik

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-09-02 20:Sep:nd
by fridrikh
Heyrði í þeim 19,45
Hópurinn kom í Setrið um kl 19,15.
Þreyttir en ánægðir með daginn. Tók á fyrir óbreytta bíla, en allir glaðir með daginn.
Búið að kveikja upp í grilli, veður bara fínt, þungskýjað, en milt.
kv
Friðrik

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-09-03 09:Sep:rd
by fridrikh
heyrði í þeim kl 09:30
Voru að taka sig saman og stefnan tekin norður fyrir Kerlingarfjöll og Kjalveg heim.
Miða við að stoppa í Kerlingarfjöllum og fá sér súpu í hálendismiðstöðinni.
kv
Friðrik

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-09-03 17:Sep:rd
by Logi_Ragnarsson
Komin í bæinn, lukkaðist í alla staði vel og engin vandamál af neinu tagi.
kv.
Logi r.

Re: Litlunefndar ferð í Setrið 2 - 3 sept. 2017

Posted: 2017-09-03 18:Sep:rd
by cruser
Glæsilegt hjá ykkur, hefur verið heljar ferð.

Kv Bjarki