Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Postby Sveinbjorn » 2016-12-11 14:Dec:th

Sæl.

Eins og fram kom á síðasta félagsfundi verður Stórferðin/ Landsmót Ferðaklúbbsins haldið á Kirkjubæjarklaustri að þessu sinni.

Búið er að ræða við heimamenn sem ætla að búa til ferðir fyrir okkur og verður dagskráin með svipuðu sniði og í fyrra þegar við fórum á Vestfirðina.

Mæting á Kirkjubæjarklaustur á fimmtudagskvöldi.
Föstudagur löng dagsferð (leiðarval ekki klárt)
Laugardagur styttri dagsferð (ekki tilbúin), kl. 15:00 komið til baka þá verður hittingur til kl. 16:00 þar sem menn geta skoða bíla og sýnt sinn bíl. Þá verður frítími til kl. 19:00 en þá munum við hittast í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri og hafa mjög gaman. Matur og skemmtiatriði að okkar hætti.

Skráning í ferðina hefst á fyrsta félagsfundi í janúar og þarf að greiða staðfestingargjald vegna þáttöku í ferðinni. Áætlað er að það verði kr. 5.000 á mann sem vonandi dekkar alla ferðina en eini sameiginlegi kostnaðurinn verður Félagsheimilið, matur á laugardagskvöldinu og rútuferðir á og frá ballinu. Annar kostnaður er ekki kominn. Í fyrra var gjaldið að mig minnir 5.500 kr. á mann.

Hvernig líst mönnum á svona í fljótu bragði?? Endilega komið með kommennt og ef þið þekkið þetta svæði segið þá frá skemmtilegum leiðum þar svo hægt sé að skoða það fyrir ferðina.

Kveðja
Sveinbjörn

Lettur
Posts: 4
Joined: 2016-12-11 14:Dec:th

Re: Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Postby Lettur » 2016-12-11 14:Dec:th

Það væri gott að vita hvaða dagsetningar er verið að ræða um.

fridrikh
Posts: 79
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Postby fridrikh » 2016-12-11 15:Dec:th

Sæl.
Stórferðin er frá fimmtudeginum 23 mars til sunnudags 26 mars.
Ferðin er því tveimur helgum fyrir páskahelgina.
kv
Friðrik

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Postby hsm » 2016-12-11 17:Dec:th

Þetta hljómar mjög spennandi

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Postby jong » 2016-12-12 12:Dec:th

Hvernig er með gistingu?
Var ekki verið að þrýsta á einhvern á Klaustri að opna eitthvað hótel yfir þessa helgi?

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Postby Sveinbjorn » 2016-12-18 14:Dec:th

Sæl.
Ég hitti vonandi hótelstjórann í næstu viku eða fyrir jól til að fara yfir gistimál og verð hjá honum. Set inn á spjallið um leið og það verður klárt.

kv.
Sveinbjörn

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri

Postby Sveinbjorn » 2016-12-24 16:Dec:th

Sæl

Hér eru nöfnin á stöðunum sem ég er búinn að tala við með gistingu.

Klausturhof
Pantanir Jón í síma 892-0220
Netfang: klausturhof@klausturhof.is
http://www.klausturhof.is/

Hörgsland
Pantanir Ragnar í síma 894-9249
Netfang postur@horgsland.is
http://horgsland.is

Á janúarfundinum verður farið yfir leiðir og kynnt betur dagskráin. Einnig verður opnað fyrir skráningui í ferðina strax eftir fundinn.
Skráning verður töluvert öðruvísi en í fyrra þar sem menn þura að skrá sig sem fyrst og greiða staðfestingargjald fyrir ákveðinn tíma, en það er svo hægt verði að semja við þá aðila sem sjá um matinn og húsnæðið á laugardagskvöldinu. Eina gjaldið sem greiða þarf í ferðina er maturinn, húsnæðið og rútuferð frá Hörgslandi og fl. stöðum sem gist verður á. Áætlað er að verðið í ferðina verði um 5 - 6 þús. allt fer þetta eftir fjölda og hve vel mér gengur að væla verðið niður.

Kveðja
Sveinbjörn


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests