Page 1 of 1

Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-03 12:Nov:rd
by hsm
Í gærkvöldi var lokað fyrir frekari skráningu. Nokkrir hafa dottið út sem ekki greiddu, en fjöldi jeppa í ferðinni er 16-17, fjöldi einstaklinga er um 30.

Þátttökulista má sjá hér https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... sp=sharing

Á þessum þræði verða svo birtar fréttir af ferðinni.

Fyrir hönd Ferðanefndar F4x4,
Hafliði

Re: Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-03 15:Nov:rd
by cruser
Verður gaman að fylgjast með ykkur, veðurspáin flott og komin smá öfl.
Kv Bjarki

Re: Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-04 10:Nov:th
by jong
Hópurinn er kominn að Geysi og eru sumir að bæta á tankana.

Re: Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-04 11:Nov:th
by Sveinbjorn
Var að heyra í Hafliða eru komnir upp á Kjalveg og eru að nálgast kerlingarfjöllin, smá föl og klaki, lítur vel út stutt í Kerlingarfjöllin.

Re: Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-04 13:Nov:th
by jong
Nýjast er að fremstu bílar eru að nálgast Illahraun. Það eru 16 bílar og um 30 manns á leið í Setrið. Mikill klaki í Lúffalæk sem er við enda sléttunar neðan við brekkuna. Sammi og Árni eru að ljúka viðgerð á endurvarpanum á Bláfelli og fara að því loknu inn í Setur.

Re: Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-04 17:Nov:th
by jong
Ég kallaði upp á rás 58. Allir búnir að skila sér í Setrið, fjarskiptanefndarmenn líka. Orðið heitt í kolunum og baukar opnir.
Við prófuðum líka rás 46 og náðum góðu sambandi þar á milli líka.

Re: Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-05 15:Nov:th
by fridrikh
Heyrði í Hafliða rétt í þessu. Þeir voru komnir í Grímsnesið og á fullri ferð í bæinn, áður en lokað verður á Hellisheiðinni.
Fóru inn í Klakk og komu niður hjá Tungufelli ( fyrir austan Hvíta).
Allt gekk vel.
kv
Friðrik

Re: Helgarferð í Setrið 4.-5. nóvember

Posted: 2017-11-05 16:Nov:th
by jong
Þeir hljóta að hafa sloppið, heiðin er enn opin þrátt fyrir óveður. Óskar og Hafliði fóru á undan hinum vegna vandamáls í framdrifi