Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

cruser
Posts: 63
Joined: 2016-12-24 14:Dec:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby cruser » 2017-02-24 21:Feb:th

Veit að HEIMSGIR H/F lögðu af stað úr bænum um klukkan 19:00. Fékk smá video er þeir voru ný farnir frá Geysi núna um klukkan 21:00.
Marautt og smá rigning.
Stefnan tekin Kerlingarfjöll og svo inn í Setur. Eru á sex bílum.

Kv Bjarki
sem er sófariddari þessa helgina :-(

fridrikh
Posts: 79
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby fridrikh » 2017-02-24 21:Feb:th

Sælir
Flott Bjarki um að gera að senda okkur fréttir að gangi mála.
Leggjum í hann í fyrramálið.
kv
Friðrik

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby jong » 2017-02-25 09:Feb:th

Var í sambandi við Setrið á rás 58. Færið var ágætt í gærkvöldið en svolítið þungt nálægt Setrinu. Veðrið er fínt, smá skafrenningur en sæmilegt skyggni.

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby jong » 2017-02-25 12:Feb:th

Kallaði aftur upp á rás 58. Ekkert hefur enn fjölgað í setrinu síðan í gærkvöld en þá komu 7 bílar inneftir.
Það náðist talsamband við hóp sem var kringum 10 bílar sem var staddur við flugvöllin á Kerlingafjallavegi og voru að nálgast Blákvísl.

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby Sveinbjorn » 2017-02-25 14:Feb:th

Erum við þverfellið í góðum snjó og skemmtilegheitum.

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby SBS » 2017-02-26 13:Feb:th

Sæl/ir.

Ég hrindi í Rúnar kl. 13:00 sem staddur er í Kerlingarfjöllum. Var hann þá að koma þar úr kaffi. Varð hann að hætta símtalinu snögglega til að komast upp í Fordinn hjá Friðriki. Hífandi rok var í nótt svo Seturs-skálinn hristist og skalf. Ferðin sóttist vel úr skálanum og til Kerlingarfjalla en hún tók einn klukkutíma. Sæmileg færð en einstaka snjókistur á leiðinni. Hluti ferðamanna fór Sóleyjarhöfðavað og Kvíslárveituveg. Í Kerlingarfjöllum var sól og blíða og voru menn að leggja í hann til byggða.

Kv. SBS.

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby Sveinbjorn » 2017-02-27 08:Feb:th

Góðan daginn.

Samkvæmt heimildum eru allir Bingófararnir komnir til byggða. Sumir hlaðnir vinningum aðrir ekki. Verðlaun í þessari Bingóferð voru nú ekki af verri endanum en þeir sem gáfu vinninga voru: Terma ehf (Gummi Sig), Landsbankinn hf (Halldóra), Verkfærasalan (Einar Berg), Poulsen (Friðrik Hreinsson), Bílabúð Benna, Bílanaust, Kemi og Ferðaklúbburinn. Þökkum við vel öllum þeim sem styrktu okkur með líka þessum glæsilegu vinningum.
Að lokum vill Skemmtinefnd og Stjórn þakka öllum sem þátt tóku í þessari frábæru Bingóferð.

Kveðja fh. Stjórnar og Skemmtinefndar
Sveinbjörn

fridrikh
Posts: 79
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby fridrikh » 2017-02-28 17:Feb:th

Sæl
Nú er þessi fína Bingóferð að baki. Vel undirbúin og skemmtileg í alla staði. Takk fyrir mig.

endurskoðuð pdf skrá skv ábendingu í síðari pósti
kv
Friðrik
Attachments
2017 bingo Setur.pdf
(1.65 MiB) Downloaded 326 times

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby jong » 2017-03-01 08:Mar:st

Hvers vegna í ÓSKÖPUNUM eru myndirnar ekki settar í myndaalbúm hérna á síðunni?
Þetta er annaðhvort sett inn á Fésbókina þar sem þetta hverfur eitthvað ofan í hrúguna eða hausinn bitinn af skömminni og sett inn í PDF!!
Ef myndir eru settar inn á myndaalbúm á klúbbsíðunni þá er auðvelt að finna þær og hægt með auðveldum hætti að setja á skyggnusýningu. Nokkuð sem er mikið gert á opnu húsi á miðvikudögum. Ef þetta er hins vegar á fésbókinni er ekki hægt að sýna myndirnar í fullum skjá og þá þarf líka að standa yfir tölvunni og fletta í gegnum myndirnar handvirkt.

SBS
Posts: 48
Joined: 2016-12-08 13:Dec:th

Re: Bingóferð í Setrið 24 - 26 febrúar 2017

Postby SBS » 2017-03-01 09:Mar:st

Sæll Jón.

Það hefur engan tilgang að skammast yfir vefsíðunni. Af minni reynslu verður þér ekki svarað og menn falla í ónáð sem eru að bölsótast yfir vefnum. Ég hef ákveðið fyrir nokkru að eyða öllum mínum myndum af vefnum smámsaman og er það ekki lítið. Þar með fer öll mín saga um starf klúbbsins burtu. Á meðan menn setja myndir eingöngu á faceBook og eru að spjalla þar um málefni klúbbsins tek ég ekki þátt í neinu starfi á vegum F4x4.

Kv. SBS.


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests