Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4

Sveinbjorn
Póstar: 74
Skráður: Fim Nóv 03, 2016 12:24 pm

Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4

Pósturaf Sveinbjorn » Mið Apr 12, 2017 11:08 am

Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4 verður haldinn mánudaginn 15. maí í Síðumúlanum.

Á fundinum verða hefðbundin Aðalfundarstörf og kosningar.

1. Kosning formans til eins árs
2. Kosning tveggja til Þriggja stjórnarmann til tveggja ára.

3. Kosning í fastanefndir.
Tækninefnd
Skálanefnd
Vefnefnd
Umhverfisnenfd
Litlanefnd
Fasteignanefnd.

Allir greiddir félagsmenn geta boðið sig fram, hafa tillögurétt og kosningarrétt. Það er styrkur félagsins að nefndir og stjórn klúbbsins verði vel skipaðar og virkar. Allir þeir sem hafa áhuga á að vinna fyrir eða með klúbbnum eru hvattir til að gefa kost á sér og hjálpa stjórn klúbbsins við að halda uppi skemmtilegu og líflegu starfi innan sem utan klúbbsins. Komið hefur til tals að skipuleggja ungliðanefnd, ferðanefnd eða einhverja svipaða nefnd til að auka virkni í ferðum fyrir félagsmenn. Endilega ef þið hafið einhverja snjallar hugmyndir eða þekkið aðila sem vilja gefa kost á sér í vinnu fyrir klúbbinn þá ekki hika við að hafa samband..

Kveðja.
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4x4

fridrikh
Póstar: 45
Skráður: Mán Nóv 07, 2016 10:10 am

Re: Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4

Pósturaf fridrikh » Mán Apr 24, 2017 4:35 pm

Sælir

Stjórn hefur borist tillögur um lagabreytingar sem lagðar verða fyrir aðalfund þann 15. maí nk. Verið er að fara yfir þær tillögur og verða þær kynntar fljólega hér á vefnum.
kv
Friðrik

PFTH
Póstar: 3
Skráður: Fös Mar 10, 2017 11:50 am

Re: Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4x4

Pósturaf PFTH » Mið Maí 31, 2017 2:58 am

Sælir félagar.
Ég er að velta fyrir mér hvort fundargerð aðalfundarins birtist á hér á vefnum. Það væri gott fyrir hina lötu og minnislausu félagsmenn (undirritaður meðtalinn) sem vilja gjarnan vita hvað rætt er á aðlafundi þótt þeir komist ekki á fundinn sjálfan
Kv. Pétur Þórðarson


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir