Patrol powered by Chevrolet

Notandamynd
hsm
Póstar: 22
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Þri Júl 25, 2017 8:04 pm

Í vor gaf 3.0L mótorinn sig. Eftir miklar vangaveltur og skoðanaskipti við fjölda sérfræðinga, þá endaði ég á því að kaupa Cevrolet LS 5.3L bensín vél í bílinn. Vélin sem ég fékk var uppgerð vél frá http://justchevytrucks.com/, 5.3L vél úr Suburban 1500 2008 árgerð. Tók með henni sex þrepa sjálfskiptingu 6L80E (2008 árg. ESCALADE, keyrð ca. 90 þ. mílur).
Þessi vél er léttari en orginal vélin úr Patrol og mikið kraftmeiri. Mælingar á vélinni gáfu yfir 400 hp.

Nú er vélin og sjálfskiptingin komin til landsins. Næsta skref er að panta íhluti frá http://www.marks4wd.com/, en þeir hafa hannað mikið af dóti til að setja LS vélar í ýmsa jeppa, m.a. Patrol. Eins þarf ég að kaupa nýjan vatnskassa og sitthvað frá Kidda Bergs.

Ég ætla að senda inn fréttir á þennan þráð um framgang þessarar breytingar. Sjálf skiptin fara svo í gang um mánaðarmótin ágúst/september.

Kveðja,
Hafliði

Notandamynd
hsm
Póstar: 22
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Fim Júl 27, 2017 8:35 pm

Þá er vélin og skiptingin komin í bílskúrinn, hér fá þær að bíða í rúman mánuð.
x1.jpg
Sést smá utaní vélina, ekki búið að rífa utan af henni
x1.jpg (1.51 MiB) Skoðað 256 sinnum


x2.jpg
sjálfskiptingin og vélin enn í pakningum
x2.jpg (2.45 MiB) Skoðað 256 sinnum

fridrikh
Póstar: 24
Skráður: Mán Nóv 07, 2016 10:10 am

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf fridrikh » Fös Júl 28, 2017 3:31 pm

Sælir
Spennandi verkefni og verður gaman að fá að fylgjast með.
kv
Friðrik

Notandamynd
hsm
Póstar: 22
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Lau Ágú 12, 2017 9:51 pm

Nú er undirbúningi að verða lokið, á eftir að setja venjuleg dekk undir bílinn, kaupa nýjan vatnskassa, ætlaði að gera það fyrir helgi, en Grettir er lokaður til 14. ágústs vegna sumarfría.
Þá fer að styttast í að fara með bílinn, nýju vélina, skiptinguna, dótið frá marks4wd.com sem ég keypti ásamt öðru sem ég hef keypt, meðal annars frá Kidda Bergs. Það þarf að draga bílinn, þar sem númerin eru inni hjá Samgöngustofu, en ég mun láta gömlu vélina ganga á 3 stimplum (eða taka drifsköftin undan) fyrir sjálfskiptinguna. Það vill til að það er mjög stutt sem þarf að draga hann, bara í næsta hverfi :) Óneytanlega er kominn fiðringur í mann, verður gaman að sjá þetta fara saman og sjá hvernig þetta gengur upp.


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir