Prófun á loftnetum

jong
Póstar: 62
Skráður: Fös Des 09, 2016 8:09 am

Prófun á loftnetum

Pósturaf jong » Sun Nóv 26, 2017 10:11 am

Ætla að deila hérna niðurstöðum úr prófunum á loftnetum fyrir handstöðvar.
Ég er búinn að vera að safna loftnetum og á nú fjögur fyrir Standard Horizon stöðvar. (Þessar sem voru í hópkaupunum fyrir nokkru síðan)
Mynd

Þessi fjögur prófaði ég með KVE520A mæli, og niðurstöðurnar eru í næstu mynd;
Mynd

Lóðrétti ásinn er standbylgjan, en lárétti er tíðni.
--Upprunalega loftnetið er línan lengst til hægri á grafinu. Beinu rásir klúbbsins eru allar neðan við kúrfuna þannig að þetta loftnet er ansi lélegt, en fínt til að senda á endurvarpana, sem eru hærra á tíðnisviðinu.
--Næsta loftnet er Nagoya 701 loftnet með silfruðu letri. Það er aðeins skárra en það upprunalega en með svolítið þröngt tíðnisvið.
--Síðan er Vertex VX 150MHz loftnet. Það virðist vera svolítið ofan við 150MHz sem er fínt í þessu tilfelli. Að auki teygir tíðnisviðið sig upp á við, þannig að loftnetið ætti virka sæmilega á endurvarparásunum.
--Siðasta loftnetið er Nagoya 701 með bláu letri. Það er neðar á tíðnisviðinu en hin loftnetin, en ætti að vera fínt á beinu rásunum.

Eini gallinn sem ég sé við Vertex VX 150MHz loftnetið er að það er alveg stíft og gefur ekkert eftir, öfugt við upprunalega netið og Nagoya netin. Ég býst við að ég muni nota bláa Nagoya netið og hafa Vertex netið með í hanskahólfinu til öryggis.

Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir