Patrol powered by Chevrolet

Notandamynd
hsm
Póstar: 55
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Fim Nóv 30, 2017 8:39 pm

Nú er undirvinna að mestu búin, það er verið að taka aðeins af öðrum aukatanknum, en annað er komið.
Búið er að koma flestu fyrir, en það á eftir að tengja nokkrar slöngur og víra og ganga frá forðabúrum.

Náði í olíur í dag. Vonandi verður hægt að prófa um miðja vikuna (miðvikudag?) hvort vélin vill í gang :)
20171130_162447.jpg
20171130_162447.jpg (4.82 MiB) Skoðað 914 sinnum


Við þennan mikla uppskurð á bílnum komu nokkrir hlutir í ljós sem var kominn tími á, eins og hjörliður í framskafti, það var komið hlaup í hann og hann gat því farið hvenær sem var. Það voru nokkrir minna saklausir hlutir sem komu í ljós, eins og vír í aftari driflæsingu, hann hafði farið í sundur og þess vegna átti hann erfitt með að fara í lás, varð var við það í síðustu ferð :)

Notandamynd
hsm
Póstar: 55
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Þri Des 05, 2017 4:28 pm

Stóráfangi náðist í dag, vélin fór í gang! Það má heyra í henni hér https://www.facebook.com/gisli.porkel/v ... 906380143/
Þetta hljómar svo yndislega, búinn að bíða lengi eftir lífi frá bílnum :)
Nú fer að sjást fyrir endan á þessu, fullt af frágangi eftir og að sjálfsögðu er bílinn alveg laus við allt sem heitir púst, en það þarf víst að byrja á að smíða það undir áður en hægt er að prufukeyra.

fridrikh
Póstar: 51
Skráður: Mán Nóv 07, 2016 10:10 am

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf fridrikh » Fim Des 07, 2017 10:02 pm

Flott hjá ykkur, svaka gangur og lítur mjög vel út.
Spennandi :)
kv
Friðrik

Notandamynd
hsm
Póstar: 55
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Lau Des 16, 2017 3:18 pm

Var að ná í patrolinn, nú er hann kominn á planið heima.

Hann fer í púst á þriðjudag. Það er kraftur í vélinni :) En, hann er enn á litlu dekkjunum, set réttu dekkin undir á eftir eða morgun. Á litlu dekkjunum var hann kominn í 6. gír meðan hraðinn var löglegur innan hverfis :)

Fór á bensínstöðina áðan að kaupa smá sopa á bílinn, pústlaus og á svona litlum dekkjum. Það ráku margir upp stór augu ;)

En, það verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út þegar réttur dekkin og pústið er komið undir.
https://www.youtube.com/watch?v=U8ij7M4lmCI&feature=youtu.be

Notandamynd
hsm
Póstar: 55
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Mið Des 20, 2017 5:53 pm

Það er komið púst undir bílinn og hann er undir hávaðamörkum, en samt nálægt þeim ;)

Þvílíkur munur, það var mikil umferð frá Hafnarfirðinum, þannig að ég gat ekki prófað neinar krúsídúllur, en það lá við að ég keyrði heim á hægaganginum. Ég er ekki búinn að prófa að keyra hann á 90 enn, umferðin leyfði ekki nema um 60, hann var rétt rúmlega á 1000 snúningum þá.

Það á eftir að stilla hluti og klára smotterý, en það er allavega hægt að keyra bílinn núna og prófa. Dekkin undir honum hafa ekkert náð að hitna, þannig að hann var svoldið að hoppa á þeim ;)

fridrikh
Póstar: 51
Skráður: Mán Nóv 07, 2016 10:10 am

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf fridrikh » Mið Des 20, 2017 9:45 pm

Til hamingju.
Og soundið er ekkert smá flott.

Notandamynd
hsm
Póstar: 55
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Fim Des 21, 2017 8:26 am

fridrikh wrote:Til hamingju.
Og soundið er ekkert smá flott.


Takk fyrir!

Notandamynd
hsm
Póstar: 55
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Pósturaf hsm » Þri Des 26, 2017 10:00 pm

Fórum í fyrstu prufuferð í dag. Arnar var á Musso og við Óskar vorum á Patrolnum. Fyrsta skiptið sem patrolinn komst á fjöll síðan í mars síðast liðið.
Þetta var rosalega gaman ;) og gekk bara nokkuð vel.
Eins og sést á videoinu, þá er ekki búið að tengja afturlásinn aftur, en framlásinn er virkur. Það tókst samt að koma honum upp úr holunni með því að nota LOLO.
Stutt myndskeið af ferðinni má sjá hér: https://youtu.be/21fKu6hc1n0


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir