Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hsm » 2017-12-12 19:Dec:th

Nú fer að styttast í Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 en hún er helgina 13-14. janúar.

Lagt er af stað á laugardagsmorgni og farið í fjallaskála klúbbsins, Setrið. Á sunnudag er svo farið til baka.

Leiðarval verður auglýst þegar nær dregur, fer eftir veðri og færð. Reynt verður að velja "mátulega" krefjandi leið.

Til að taka þátt í ferðinni verður að vera á breyttum jeppa. Til viðmiðunar, þá er hægt að nota eftirfarandi töflu miðað við þyngd jeppa
35" dekk, 1,5 -2 tonn
38" dekk, 2-3 tonn
44" dekk, 3-4 tonn
>44" fyrir þyngri jeppa
Þeir sem eru í vafa um jeppa sína geta haft samband við okkur í Ferðanefnd, það er yfirleitt alltaf einhver frá okkur á opnum húsum klúbbsins (miðvikudagskvöld kl. 20), eins er hægt að senda póst á ferdanefnd@f4x4.is

Ferðin er opin fyrir alla, en nýliðar hafa forgang.

Fyrir ferðina verður örnámskeið eitt kvöld, sem er opið öllum sem ætla í ferðina. Á þessu námskeiði er farið yfir ýmis mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga þegar ferðast er á breyttum farartækjum.

Á laugardagskvöldi verður sameiginleg máltíð.

Verð á hvern þátttakenda, matur og gisting er 5.000 kr.
20171104_114942.jpg
20171104_114942.jpg (6.86 MiB) Viewed 8335 times
Kveðja,
Ferðanefnd

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hsm » 2017-12-27 22:Dec:th

Skráning í nýliðaferðina er hafin. Linkur á skráningarform er https://goo.gl/forms/vlMOcKqoT1xrzF8J2

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hsm » 2017-12-29 15:Dec:th

Athugið að örnámskeiðið verður þriðjudagskvöldið 9. janúar, en ekki fimmtudag eins og fyrst var auglýst.
Námskeiðið og kynningarfundur fyrir ferðina verða þriðjudagskvöld 9. janúar í húsnæði klúbbsins Síðumúla 31, bakhús.

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hsm » 2017-12-30 21:Dec:th

Ég lokaði á skráningu áðan þar sem öll pláss eru nú bókuð, þeir sem hafa áhuga geta farið á biðlista með því að senda okkur póst (ferdanefnd@f4x4.is).

Þeir sem eiga eftir að borga geta lagt inn á reikning 0133-26-014444), kennitala 701089-1549. Þeir sem greiða ekki, komast ekki í ferðina.
Fyrir gistingu og máltíð þarf að greiða 5000 kr. fyrir þátttakendur.

Þeir sem hafa bókað en sjá fram á að komast ekki, vinsamlegast látið okkur vita sem fyrst svo hægt sé að nýta sætin sem losna.

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hsm » 2018-01-02 14:Jan:nd

Hér (https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... sp=sharing) má sjá þá sem eru skráðir í ferðina, einnig þá sem eru á biðlista.

Þeir sem hafa bókað en sjá fram á að komast ekki, vinsamlegast látið okkur vita sem fyrst svo hægt sé að nýta sætin sem losna.

gullitoy
Posts: 8
Joined: 2016-12-26 21:Dec:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby gullitoy » 2018-01-09 17:Jan:th

Hvenær er fundurinn á eftir útaf nýliðaferðinni?

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hsm » 2018-01-10 23:Jan:th

Þar sem veðurspár fyrir helgina eru slæmar, mikil úrkoma og vindur þá hefur verið ákveðið að fresta auglýstri Nýliðaferð klúbbsins um eina viku, ný dagsetning fyrir ferðina er því 20.-21. janúar.

Þeir sem eru skráðir og sjá sér ekki fært að fara eftir þessa breytingu eru vinsamlegast beðnir um að láta vita sem fyrst með því að senda póst á ferdanefnd@f4x4.is. Þeir sem ekki láta vita af sér eru áfram skráðir í ferðina.

Ferðanefnd Ferðaklúbbsins 4x4

hjaltisig
Posts: 6
Joined: 2017-12-18 14:Dec:th

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hjaltisig » 2018-01-17 07:Jan:th

Sælir. Verður farið um helgina og er kominn endanlegur þátttakendalisti ?

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4

Postby hsm » 2018-01-17 15:Jan:th

Sælir. Verður farið um helgina og er kominn endanlegur þátttakendalisti ?
Það verður farið í ferðina, ég var að uppfæra þátttökulista áðan. Það er fullbókað í ferðina.

Kveðja,
Hafliði


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests