Bingóferð 2018

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Bingóferð 2018

Postby Sveinbjorn » 2018-01-11 18:Jan:th

Hin árlega bingóferð Ferðaklúbbsins 4x4 verður helgina 23.-25. febrúar.
Heildarfjöldi einstaklinga í ferðina er 50 manns.


Setrið er frátekið föstudag til sunnudag þannig að þátttakendur ráða hvort þeir koma á föstudagskveldi eða snemma á laugardegi.

Dagskrá
Laugardagur
- Bingó hátíðin hefst kl. 15:00, en þá fara allir útí bíla og hlusta á útdrátt í gegnum VHF stöðvarnar
- Bílabingónefndin býður upp á heitt kakó
- Grillað lambalæri og meðlæti í kvöldmat
- Stjórnin spilar fyrir söng og gleði um kvöldið
- Gleðinni lýkur kl. 23:00

Sunnudagur
- Ræs kl. 9:00 og brottför í síðasta lagi kl. 11:00

Verð og greiðsla
Fyrir gistingu og máltíð þarf að greiða 6000 kr. fyrir hvern einstakling og þarf að að leggja þá upphæð inn á reikning klúbbsins (Kennitala 701089-1549, Reikningur 0133-26-014444) fyrir 6. febrúar. Setjið í skýringu "bing". Þeir sem greiða ekki, komast ekki í ferðina.

Skilmálar
- Ferðin er eingöngu fyrir félagsmenn Ferðaklúbbsins 4x4
- Þetta er alvöru fjallaferð fyrir breytta bíla, lágmark ca. 38“ (miðað við þyngd).
- Menn eru að ferðast á eigin vegum.
- Vísað er í ferðareglur klúbbsins. Sjá http://s3-eu-west-1.amazonaws.com/f4x4- ... kendur.pdf

Linkur á skráningarformið er hér: https://goo.gl/forms/RW62hiFxpcs5FVUB2

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Bingóferð 2018

Postby Sveinbjorn » 2018-01-12 10:Jan:th

Sæl.
Nú er svo komið að 81 eru búin að skrá sig í Bingóferðina, því miður þá komast ekki nema 50 mans að í ferðina og verðum því að setja 30 mans á biðlista. það er greinilegt að áhugi fyrir ferðum hjá klúbbnum eru miklar. Við reynum að gera okkar besta úr þessu og minnum á að þeir sem eru inni verða að vera búin að greiða fyrir 6. febrúar verð er 6.000 á mann óháð aldri. Hér í viðhengi er listinn eins og hann lítur út endilega skoðið, ef það eru einhverjar spurningar þá endilega spurjið. Gott væri að þegar greitt er að senda póst á stjorn@f4x4.is
Attachments
Nafnalisti.xlsx
(13.14 KiB) Downloaded 626 times

runar.sigurjonsson
Posts: 2
Joined: 2018-01-26 15:Jan:th

Re: Bingóferð 2018

Postby runar.sigurjonsson » 2018-01-26 15:Jan:th

Sæl.

Við Gísli Þór erum svo móðgaðir að hafa verið settir á biðlista að við höfum ákveðið að halda biðlistabingó í Kerlingarfjöllum, sömu helgina. Eru ekki allir á biðlistanum memm?

kv
Rúnar og Gísli.

runar.sigurjonsson
Posts: 2
Joined: 2018-01-26 15:Jan:th

Re: Bingóferð 2018

Postby runar.sigurjonsson » 2018-02-04 22:Feb:th

Hæ.

Vil biðja ykkur sem eruð á biðlista fyrir Bingóferðina en ætlið að koma í biðlistabingóið að skrá ykkur hér fyrir neðan. Þeir sem eru á biðlilstanum njóta að sjálfsögðu forgangs. Verð fyrir túrinn er ekki komið á hreint, en búast má við að það verði eitthvað hærra vegna hærri gistingar. Stefnan er að fara inn í Kerlingarfjöll, kíkja í íshellinn og jeppast, og halda Bingó og hafa gaman af.

kv
Rúnar og Gísli.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... sp=sf_link

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Bingóferð 2018

Postby Sveinbjorn » 2018-02-05 11:Feb:th

Bílabingó, lokadagsetning með greiðslu. Nú eru aðeins nokkrir búnir að greiða í Bílabingóið. Verð kr. 6.000 fyrir manninn þarf að greiða það í síðasta lagi á fundinum í kvöld... Reikningsnúmer ferðarinnar er: 0133-26-014444 kt. 701089-1549
Attachments
Nafnalisti netið.xlsx
(10.58 KiB) Downloaded 411 times

skuri
Posts: 9
Joined: 2017-01-16 12:Jan:th

Re: Bingóferð 2018

Postby skuri » 2018-02-10 12:Feb:th

Er ekki kominn endanlegur listi ?

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Bingóferð 2018

Postby Sveinbjorn » 2018-02-13 09:Feb:th

Sæl hér er endanleguyr listi þeirra sem eru að fara í Setrið í Bingóferðina. Er ekki kominn með lista yfir þá sem gista í Kerlingarfjöllum.
Attachments
Copy of 2018 bingóferð þáttakendur excel.xlsx
(12.03 KiB) Downloaded 380 times

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Re: Bingóferð 2018

Postby Sveinbjorn » 2018-02-22 12:Feb:nd

Sælir, stjórn Bingóferðarinnar hefur ákveðið að fella niður Bingóferðina vegna veðurspá og einnig vegna þess að svæðið í kringum Setrið er þegar mjög blautt og á eftir að blotna mun meira.


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests