Eyjafjarðardeild 4x4 félagsfundur 4 desember

Joi Hauks
Póstar: 75
Skráður: Sun Des 25, 2016 6:19 pm

Eyjafjarðardeild 4x4 félagsfundur 4 desember

Pósturaf Joi Hauks » Sun Des 02, 2018 10:57 am

Sælir félagar

Jæja Þá er komið að því.
Desemberfundur okkar verður haldinn þann 4 des kl 20:00 á sama stað og venjulega.
En það verður ekkert venjulegt við þennan fund, því þegar búið verður að fara yfir nokkur mál þá er
komið að skemmtinefndinni sem mun stýra þessum fundi eins og vant er.
Það verður sko ekkert kastað til höndunum því að í ár munu menn og konur ekki bara koma andlega
endurnærð af fundi, heldur eru verulegar líkur á því að koma hlaðinn vinningum heim því að við munum spila BINGÓ.
Vinningarnir eru ekki af verri endanum því að þeir koma meðal annars frá Straumrás, Stillingu, ET
og Kraftbílum þannig að von er á góðu. Síðan verður boðið uppá glæsilegar kaffiveitingar.

Látið ykkur ekki vanta á þennan stórviðburð, mætið með góða skapið, spilið Bingó og segið svo sömu jeppasöguna í hundraðasta skipti við sömu viðmælendur sem hlusta eins og þeir hafi aldrei heyrt hana áður

Kv.
Stjórn Eyjafjarðardeildar

Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir