Nýr í fjarskiptum - bestu kaupin á talstöð?

Arnar_Hafsteinsson
Póstar: 2
Skráður: Mið Des 26, 2018 3:42 pm

Nýr í fjarskiptum - bestu kaupin á talstöð?

Pósturaf Arnar_Hafsteinsson » Mið Des 26, 2018 3:49 pm

Gleðileg jól!

Ég er að spá í að gefa mér síðbúna jólagjöf sem verður talstöð.
Það eina sem ég veit um talstöðvar og notkun þeirra, er að maður segir "Roger" og "over and out" annað slagið. :geek:

Er að velta fyrir mér að kaupa í Bandaríkjunum í næstu ferð þangað, t.d. þessa: https://midlandusa.com/product/mxt400vp3-bundle/

Einhver hér sem getur sagt skoðun sína á þessu og/eða mælt með einhverju betra?

Kveðja,
Arnar

jong
Póstar: 109
Skráður: Fös Des 09, 2016 8:09 am

Re: Nýr í fjarskiptum - bestu kaupin á talstöð?

Pósturaf jong » Fim Des 27, 2018 8:08 am

Midland er ekki þjónustað hérna á klakanum svo ég viti, þannig að þú myndir eiga í vandræðum með að fá hana forritaða.
Ísmar og Múlaradíó eru að selja VHF stöðvar og eru með góð merki. Þetta er svolítil fjárfesting, en þetta er öryggistæki, þannig að það er vafasamt að spara eitthvað í þessu dæmi.

Arnar_Hafsteinsson
Póstar: 2
Skráður: Mið Des 26, 2018 3:42 pm

Re: Nýr í fjarskiptum - bestu kaupin á talstöð?

Pósturaf Arnar_Hafsteinsson » Fim Des 27, 2018 6:02 pm

jong wrote:Midland er ekki þjónustað hérna á klakanum svo ég viti, þannig að þú myndir eiga í vandræðum með að fá hana forritaða.
Ísmar og Múlaradíó eru að selja VHF stöðvar og eru með góð merki. Þetta er svolítil fjárfesting, en þetta er öryggistæki, þannig að það er vafasamt að spara eitthvað í þessu dæmi.


Takk fyrir svarið jong,
Veistu hversu billega hægt er að sleppa með nýja stöð, forritun, loftnet og ísetningu ... án þess að fórna öryggi?

jong
Póstar: 109
Skráður: Fös Des 09, 2016 8:09 am

Re: Nýr í fjarskiptum - bestu kaupin á talstöð?

Pósturaf jong » Fös Des 28, 2018 8:37 am

Arnar_Hafsteinsson wrote:
jong wrote:Midland er ekki þjónustað hérna á klakanum svo ég viti, þannig að þú myndir eiga í vandræðum með að fá hana forritaða.
Ísmar og Múlaradíó eru að selja VHF stöðvar og eru með góð merki. Þetta er svolítil fjárfesting, en þetta er öryggistæki, þannig að það er vafasamt að spara eitthvað í þessu dæmi.


Takk fyrir svarið jong,
Veistu hversu billega hægt er að sleppa með nýja stöð, forritun, loftnet og ísetningu ... án þess að fórna öryggi?


Ég veit ekki hvað ísetning mun kosta, en ný stöð og loftnet er ca. 60-70 þúsund, og forritun ætti að vera innfalin.
Þú ættir að geta fundið góða notaða bílstöð á 30-35 þús. og loftnet (nýtt) er þetta 10-15 þúsund, ef ég man rétt.

einsik
Póstar: 2
Skráður: Sun Okt 15, 2017 6:13 pm

Re: Nýr í fjarskiptum - bestu kaupin á talstöð?

Pósturaf einsik » Lau Jan 05, 2019 8:26 pm

https://www.facebook.com/groups/325369427818473/

Það er til hópur á feisinu um VHF.


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir