Varahlutir í Ssangyong

wolf
Póstar: 5
Skráður: Mið Jan 11, 2017 1:39 pm

Varahlutir í Ssangyong

Pósturaf wolf » Lau Feb 08, 2020 12:19 am

Hæ.
Ég er nýlega búinn að kaupa tjónabíl sem ég ætla að púsla á götuna fyrir sumarið. Það er Ssangyong Tivoli og er slatta klesstur að framan, vatnskassi, intercooler, stuðari, húdd og ýmislegt annað sem þarf að skipta um. Þótt verðið á varahlutum hjá Benna sé svo sem ekkert rosalegt þá vil ég gjarna skoða fleiri möguleika, bæði innan lands og utan. Vitið þið um varahluta- eða partasölur sem eru líklegar til að eiga varahluti í þennan bíl, annað hvort nýja eða notaða, innan lands eða erlendis ? Allar ábendingar eru vel þegnar. Veit einhver hvort þessi bíltýpa hefur verið í sölu í nálægum löndum og hvað helstu partasölur þar heita ?

Ágúst

jong
Póstar: 120
Skráður: Fös Des 09, 2016 8:09 am

Re: Varahlutir í Ssangyong

Pósturaf jong » Lau Feb 08, 2020 9:50 am

Musso varahlutir í Hafnarfirði
Kaplahrauni 9,
864 0984

wolf
Póstar: 5
Skráður: Mið Jan 11, 2017 1:39 pm

Re: Varahlutir í Ssangyong

Pósturaf wolf » Mán Feb 10, 2020 11:17 pm

Ég er búinn að tala við Musso parta og marga aðra partasala. Enginn þeirra hefur partað út Tivoli né veit um neina sem hafa gert það. Það er ekki heldur neitt finnanlegt á bilapartar.is.
Þá finnst mér kominn tími til að leita út fyrir landsteina og langar að vita hvort einhver hér á spjallinu hefur skipt við erlendar partasölur sem hann/hún getur mælt með.
Ágúst

Gormur
Póstar: 3
Skráður: Þri Des 20, 2016 2:28 pm

Re: Varahlutir í Ssangyong

Pósturaf Gormur » Fös Feb 14, 2020 4:36 pm

Talaðu við Bretana, þeir geta örugglega mælt með einhverri partasölu, eða lumað sjálfir á einhverju:
https://www.ssangyongclub.co.uk

wolf
Póstar: 5
Skráður: Mið Jan 11, 2017 1:39 pm

Re: Varahlutir í Ssangyong

Pósturaf wolf » Mið Feb 26, 2020 11:20 am

Takk, Gormur. Ég er þegar búinn að skrá mig inn þar.


Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 4 gestir