Eyjafjarðardeild dagsferð

Joi Hauks
Póstar: 114
Skráður: Sun Des 25, 2016 6:19 pm

Eyjafjarðardeild dagsferð

Pósturaf Joi Hauks » Fim Jan 13, 2022 2:53 pm

Sælir félagar
Það stendur til að fara í dagsferð í Réttartorfu næstkomandi laugardag, 15. janúar.
Við förum frá Orkunni við Hörgárbraut um kl.10.00 en heimkoma er óráðin.
Hugmyndin er að fara yfir Vallafjallið frá Sörlastöðum yfir í Bárðardalinn á leiðini uppeftir.
Við ætlum að kveikja góðan varðeld upp í Réttartorfu svo engum verði kalt.
Réttartorfa verður aðeins opin þeim sem þurfa á salerni og til að hafa fataskipti t.d á börnum.
Það er Grímuskylda í skálanum.
Við hvetjum félaga til að láta vita hvort þeir hafi áhuga á að koma með á Facebook síðu Eyjafjarðardeildar.
Hver þarf að huga að sínum sóttvörnum og vera algerlega sjálfbjarga fyrir heilan dag.
Það er gott að rífa sig aðeins upp, svona í svartasta skammdeginu.

Kv Stjórn Eyjafjarðardeildar

Fara aftur á

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur