Nýliðaferð janúar 2019

Notandamynd
hsm
Póstar: 62
Skráður: Lau Nóv 05, 2016 4:03 pm
Hafa samband:

Nýliðaferð janúar 2019

Pósturaf hsm » Þri Jan 08, 2019 7:51 pm

Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 verður helgina 19. - 20. janúar.

Skráningarform má finna hér https://goo.gl/forms/zFOiSkYq6j2wUgnF3

Þessi ferð er hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast betur fjallaferðum að vetri til, með í ferð verða reyndir fjallamenn frá klúbbnum sem munu leiðbeina þátttakendum og aðstoða eftir bestu getu. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á sínum farartækjum. Þátttakendur verða skipaðir í hópa og yfir hverjum hópi verður reyndur hópstjóri. Þeir sem óska sérstaklega að fá að vera í hóp með einhverjum þurfa að taka það fram í skráningu. Nýliðar hafa forgang, en jeppi flokkast undir nýliða ef bílstjóri eða kóari er nýliði. Við skráningu þarf að skrá reynslu bílstjóra og kóara.

Fyrir hönd Ferðanefndar F4x4
Hafliði

Fara aftur á

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir