Öryggismál við ferðalög snúast fyrst og fremst um góðan undirbúning ferða, það að ferðast í samræmi við getu, þekkingu, reynslu og aðstæður, að ferðaáætlun liggi fyrir og að viðeigandi aðilar þekki ferðaáætlunina. Ferðir eru skipulagðar og undirbúnar í samræmi við getu, aðstæður og að gát sé höfð við ferðalagið sjálft.

Ekki er nóg að hafa allan öryggisbúnað með í ferð heldur þarf einnig kunnáttu og reynslu í að beita búnaðinum. Kunnátta og reynsla verður helst til þegar ferðast er með reyndum ferðafélögum eða farið er í skipulagðar ferðir með ferðafélögunum.

Upplýsingar um öryggismál á þessum vef er fyrst og fremst í formi gátlista en ítarefni er víða að finna, til dæmis á vef Landsbjargar og ekki síst á Safetravel.is. Að auki er ítarefni um öryggismál í þeim bókum sem hafa verið gefnar út um ferðamennsku á íslandi.

Efni þessarar greinar – eða markmið – er að taka saman á einn stað yfirlit fyrir ítarefni varðandi öryggisatriði.

Vefir um öryggi í ferðum

Safetravel.is

Vegna öryggismála og til upplýsinga fyrir ferðamenn tók Landsbjörg saman góðan vef um ferðalög á íslandi, safetravel.is. Þar er að finna gott efni um ferðamennsku á hálendi íslands og öryggismál því tengd. Vefurinn er ekki síst til upplýsinga fyrir erlenda ferðamenn en nýtist íslendingum einnig vel.

Reynsluboltarnir í Ferðaklúbbinum 4×4

Innan ferðaklúbbsins 4×4 hefur orðið til og byggst upp einstök þekking á öryggismálum í ferðamennsku. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur um margra ára skeið staðið fyrir halendisferðum og námskeiðum varðandi ferðamennsku. Markmið með þeim er að að miðla og dreifa þekkingu og reynslu af öryggismálum ferðamanna. Á vefnum er að finna hafsjó greina, umfjöllunar í spjallþráðum og vísanir í efni. Notið leitarvél eða samantektarsíður eins og þessa til að finna efni.

Landsbjörg

Á vef Landsbjargar er að finna mikið efni tengt öryggismálum við ferðamennsku.

Aðrir aðilar hafa einnig staðið fyrir ferðum og námskeiðum, til dæmis Arctic trucks, Ferðafélagið Útivist og Ferðafélag Íslands.

Gátlistar

Einföld leið til að muna eftir helstö öryggisatriðum og til að tryggja að undirbúningur ferðar hafi verið fullnægjandi, er að nota gátlista við undirbúning ferða. Með því er leitast við að tryggja að undirbúningur sé fullnægjandi. Hér á vefnum er er safn gátlista til mismunandi nota.

Smellið hér fyrir mjög gott safn gátlista á vef safetravel.is.
Sjá safn gátlista, hér á vefnum, með að smella hér.

 

Ferðaáætlun og leiðarval

Grundvallaratriði ferða er að ferðaáætlun liggi fyrir við brottför og að aðilar tendir ferðafólkinu eða Landsbjörg þekki ferðaáætlunina og leiðarval. Einnig að vitað sé hvernig og hvenær skal bregðast við ef ferðalangar skila sér ekki. Hægt er að skrá ferðaáætlun hér, á vef Safetravel.is. Hana er þá hægt að vísa í ef aðstoðar er þörf.

Að ferðast í samræmi við veðurútlit og aðstæður

Leið sem var vel fær að morgni getur verið ófær að kvöldi. Eins geta veðurskilyrði breyst mjög á örfáum tímum. Spáin getur breyst með skömmum fyrirvara. Í þessu samhengi haga margir reyndir ferðamenn vali útbúnaðar fyrir ferð þannig að þeir eru frekar ofbúnir heldur en van.
Veðurstofan

Sjúkrakassi og slökkvitæki

Sjúkrakassi og slökkvitæki er með í hverri jeppaferð. Sjúkrakassar eru margskonar að stærð og innihaldi. Inniihald þeirra er mismunandi eftir hvaða aðstæður þeir eru ætlaðir. Sjúkrakassi göngumannsins er annar heldur en sjúkrakassi jeppamannsins.

Smelltu hér fyrir almennt efni um lagaskildu varðandi sjúkrakassa og slökkvitæki.
Smelltu hér fyrir innihaldslýsingu Rauða krossins, fyrir sjúkratösku.

Í jeppum hafa sést sjúkrakassar sem eru eingöngu ætlaðir fyrir heimilisnoti. Þó þeir séu ódýrir er slíkt ekki til eftirbreytni, stór vel útbúinn sjúkrakassi á að vera með í hverri ferð.

Innihald sjúkrakassa þarf að endurnýja á 3 ára fresti. Það er hægt að fá gert fyrir sig í lyfjaverslunum.

Skyndihjálp / Endurlífgun

Veggspjald rauðakrossins vegna skyndihjálpar og endurlífgunar. Veggspjaldið er prentað út og haft í hanskahólfi jeppans.

Mat á snjóflóðahættu

Sjá upplýsingabækling sem Landsbjörg og Landssamband Íslenskra Vélsleðamanna tók saman.

Fjarskipti

GSM virkar orðið víða á hálendinu, ef farið er upp á fjöll eða gengið þar til sendimastur er nálægt því að vera í beinni sjónlínu.
VHF talstöðvar ættu að vera í hverjum bíl sem fer á hálendið og skðast sem skilda í allar vetrarferðir.
Gætið að því að hafa allar stöðvar inni (til dæmis 58, Hlöðufell)
Ítarefni um fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4
Kort yfir endurvarpa

GPS

Alla jafna er auðvelt er að ferðast um hálendið án GPS að sumri til en GPS, leið (track) og kort er skilda í allar vetrarferðir. Bara það að hafa lítið handtæki til að geta gefið upp staðsetningu er mikið öryggisatriði. Greinarhöfundur er alltaf með áttavita í hanskahólfinu eða bakpokanum.