300.000 króna styrkur frá Skeljungi

Á síðasta félagsfundi afhenti Skeljungur klúbbnum 300.000 króna styrk. Hann kemur út af því að þegar félagsmenn, gamlir sem nýjir, byrja að nota Skeljungskortin sín þá styrkir Skeljungur klúbbinn. Þegar það hafa náðst 25 félagsmenn þá styrkir Skeljungur klúbbinn um 150.000 krónur. Þannig að það er um að gera að fara að nota kortin svo klúbburinn njóti góðs af.