Aðalfundur 2020 frestun

Sæl

Í ljósi fjöldatakmarkana sem í gildi verða í maí og að það er erfitt að fá fólk til að mæta til fundarhalda í sumar, hefur stjórn, að höfðu samráði við flestar deildir félagsins, ákveðið að fresta lögbundnum aðalfundi sem vera átti í maí til loka ágúst 2020.

Ný dagsetning aðalfundar er mánudaginn 31. ágúst 2020 og verður hann auglýstur sérstaklega þegar nær dregur.

Fyrsti félagsfundur vetrar verður síðan haldin fyrsta mánudag í september eða þann7. september , eins og hefð er fyrir.

Vonum að þetta komi ekki að sök, en sérstakar aðsæður leyfa fátt annað.

Kveðja

Stjórn