Aðalfundur Rvík 17. maí 2021

Boðað er til aðalfundar í Reykjavík sem haldinn verður mánudaginn 17. maí 2021 (ath frestun frá fyrri boðun um viku vegna sóttvarnarmála) og hefst hann kl 20,00 og er fundurinn haldinn í Síðumúla 31, bakhúsi

Fundarefni er skv 3. grein laga félagsins og er eftirfarandi:

Á dagskrá aðalfundar skulu vera venjuleg aðalfundarstörf, þ.e:

  1. Setning fundar og dagskrá kynnt.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  4. Umræða um skýrslu stjórnar.
  5. Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
  6. Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar.
  7. Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið.
  8. Lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum.
  9. Kjör stjórnar, varamanna og fastanefnda.
  10. Kjör Skoðunarmanna.
  11. Önnur mál.
  12. Fundarslit.

    Fundurinn skal boðaður félagsmönnum með auglýsingu á forsíðu á vefsíðu félagsins með minnst sjö daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundarefni svo og fjárhagslegar tillögur, sem ætlast er til að bornar verði undir atkvæði. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar í öllum deildum og móðurfélagi sem hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins. Hinir sömu hafa einnig atkvæðisrétt á aðalfundi.Kosið verður skv lögum og er meðal annars kosin formaður, sem er sérstaklega kosin árlega, auk þess  tveir stjórnarmenn og einnig í fastanefndir félagins.