Afmælisveisla Austurlandsdeildar F4x4

Loksins er hægt að halda upp á afmæli Austurlandsdeildar og verður slegið til veglegrar afmælisveislu í gamla grunnskólanum að Eiðum þann 12. nóvember nk.
Kveikt í kjeti, gamansögur úr ferðum sagðar af félögum og sungið og trallað.
Dansað fram á rauða nótt, Nonni Arngríms með hljómsveit treður upp.

Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 7. nóvember á netfangið jon.helgason@alcoa.com