Afslættir vegna afmælisstórferðar

Undirbúningsnefnd Stórferðar hefur samið við Skeljung um aukin afslátt vegna stórferðar og ýmsa aðra stórgóða afslætti fyrir ferðalanga og aðra meðlimi ferðaklúbbsins 4×4. Afslátturinn gildir einungis fyrir þá sem eru búnir að greiða félagsgjöld og eru með skeljungskort / orkukort eða lykil sem að tengt er 4×4. Ef menn eru ekki með slíkt verða þeir að sækja um það hjá Skeljungi í snatri.

Afslættir Skeljungs eru:

  • 14 kr afsláttur pr l  á Vesturlandsvegi þriðjudag til og með föstudags. 12-15. Mars
  • 14 kr afsláttur pr l á Freysnesi sunnudag og mánudag  17-18 mars
  • 20% afsláttur af ísvara í bensín/diesel á Vesturlandsvegi þriðjudag – föstudags  12-15 mars
  • 25% afsláttur af smurningu og þjónustu á Laugavegi og Skógarhlíð –mánudag – fimmtudags 11-14. Mars
  • Kleinur verða í boði á Vesturlandsvegi á fimmtudeginum milli kl 17-19
  • Þrí rétta málsverður í Freysnesi á kr. 2.250 á sunnudeginum 17. mars

 

Afslættir af gistingu í Hrauneyjum:

Samningar hafa náðst við Hrauneyjar um 20% afslátt af mat og öllum drykkjum á meðan á afmælisferðinni stendur en þessi kostnaður er ekki innifalinn í 12.000 kr. þátttökugjaldi ferðarinnar. Nokkrir möguleikar eru á gistingu  í Hrauneyjum, allt frá svefnpokaplássi til uppábúið rúm með morgunverði og er verðið frá 4.500 kr. Til 9.900 kr. Ferðalangar verða að kynna sér það betur sjálfir.

Skildu eftir svar