Andlát

Vilhjálmur Freyr Jónsson eða Freysi eins og við þekktum hann er fallinn frá.  Freysa þekktu allir innan klúbbsins enda hafði hann unnið ötullega fyrir klúbbinn í fjölda ára.  Hann var lengi í tækninefnd og var í fremstu röð varðandi endurbætur og tækninýjungar á jeppum.  Freysi var öflugur málsvari félagsins fyrir viðurkenningu á breyttum farartækjum, hann var mikill áhugamaður um ferðafrelsi og var án efa einn af öflugustu jeppaferðamönnum árum saman.

Sendum við fjölskyldu Freysa og aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4

Skildu eftir svar