Áramót

Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 óskar ykkur og fjölskyldum Gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla. Síðasta starfsár var merkilegt en þá fagnaði Ferðaklúbburinn 4×4 40 ára afmæli, en klúbburinn var stofnaður 10. mars 1983. Á þessu ári var margt brallað fyrst var það stórferðin til Akureyrar, síðan stórsýningin í Fífunni og að endingu var haldin heljarinnar Árshátíð. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur að skipa eisntöku félagsfólki sem lagt hefur mikla vinnu á sig ásamt fjölskyldum sínum til að gera klúbbinn að því sem hann er í dag. En nú fer að koma að kaflaskiptum í klúbbnum eins og eðlilegt er og unga fólkð fer að taka við keflinu frá okkur sem eldri erum og mun það halda merkjum okkar á lofti um komandi ár.