Árshátíð 2021

Árshátíðin verður haldin helgina 29.-31. október 2021 á Hótel Laugarbakka og miðaverð er 7.000 kr.

Við höfum hótelið útaf fyrir okkur og árshátíðin er haldin í hátíðarsal hótelsins – engir leigubílar og ekkert ves
Mætumst á miðri leið milli Reykjavíkur og Akureyrar —> Rétt um 2 klst í áfangastað! Þeir sem koma lengra að, við erum til í að skoða árshátíðarstað nær ykkur næst, endilega komið með hugmyndir 🙂

Til að einfalda allt utanumhald er mikilvægt að fylla vel út form hér að neðan, ekki síst fyrir hótelið svo það geti undirbúið veitingar í hlutfalli við það sem pantað er. Ef það þarf að breyta einhverju í sambandi við skráningu eftir að hún hefur verið send inn er best að hafa samband við einhverra okkar í árshátíðarnefndinni (Aldísi, Bergljótu eða Rakel eða á arshatidarnefnd@f4x4.is)

Á hótelinu eru 56 herbergi, mis stór og er gisting fyrir um 130 manns. Ef hótelið fyllist er hugsanlega hægt að útvega gistingu fyrir fleiri í sveitinni í kring en við byrjum á að fylla hótelið áður en við spáum í hinu.

Eingöngu 200 miðar eru í boði á árshátíðina sjálfa og miðaverð er 7.000 kr á mann. Innifalið er matur, heimatilbúin skemmtiatriði og alvöru ball á eftir með hljómsveitinni Föruneytið (sú sama og sló í gegn á Hótel Örk 2019).

Verð á gistingu fyrir 1 nótt með morgunverðarhlaðborði:
Einstaklings herbergi kr. 10.000,- nóttin
Tveggja manna herbergi kr. 14.600,- nóttin (7.300 kr á mann)
8x þriggja manna herbergi kr. 21.000,- nóttin (7.000 kr á mann)
4x stór herbergi (40 m2 plús)
Fjögurra manna herbergi kr. 26.000,- nóttin (6.500 kr á mann)
1x fimm manna herbergi kr. 31.000,- nóttin (6.200 kr á mann)

Hótelið býður hlaðborð á föstudagskvöldi og léttarara hlaðborð í hádegi á laugardegi. Einnig verður hægt að kaupa nestispakka og kaffi til að taka með sér í bíltúrinn á laugardeginum, nánari upplýsingar neðar í forminu.

Við komuna á hótelið er heildarpakkinn gerður upp (þ.e. það sem þú velur í forminu hér er yfirfarið og staðfest (hægt að breyta t.d. nesti/kaffi/mat ef þarf – en samt helst ekki!)) og við skil á herbergi eru veigar gerðar upp. Eina sem þú þarft að borga núna eru miðarnir sjálfir á árshátíðina (greiðast til Klúbbsins og info kemur upp á staðfestingarsíðunni þegar skráningin hefur verið send inn).

****Dagskráin fyrir helgina hljóðar svo****

Föstudagur:
Tékk inn byrjar kl.15
17 Happy hour á barnum
18:30 Kvöldmatur (hlaðborð) fyrir þá sem panta mat
20+ Jeppaspjall og heimsókn í heitu pottana (opnir til kl.23) ef fólk er í þeim gírnum

Laugardagur:
8-10 Morgunverðarhlaðborð
9:00 Bíltúr undir handleiðslu Húnvetninganna
12:00 Hádegisverðarhlaðborð fyrir þá sem panta í það (og fara ekki í bíltúrinn)
17:00 Happy hour á barnum
18:30 Opnað inn í sal
19:00 Matur borinn fram, síðan leiðir veislustjóri okkur í gegnum kvöldið með skemmtilegri dagskrá sem endar á balli þar sem dansinn mun duna fram eftir öllu

Sunnudagur:
8-11 Morgunverðarhlaðborð
Tékk út á hádegi í síðasta lagi

 

Hér er hlekkur á skráningu á árshátíðina.