Setrið, blað um jeppamennsku og ferðafrelsi

Í dag fimmtudaginn 8. mars dreifðum við blaðinu okkar Setrinu í 90.000 eintökum í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu og til áskrifenda Moggans um land allt.   Að auki fá allar deildir samtals um 5.000 eintök til eigin dreifingar. Setrið er 8 bls. í dagblaðsbroti og fjármagnað með sölu auglýsinga. Fjölmargir sinntu kalli ritnefndar og sendu okkur […]

Félagsfundur 4×4

Næsti félagsfundur F4x4 verður mánudagskvöldið 5. mars, kl. 20:00. Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir). Dagskrá Innanfélagsmál Samningurinn við Skeljung Slys og björgun í tengslum við jeppaferðir á hálendinu að vetri til, hugvekja frá Landsbjörg Stórferðin 2012 Verndaráætlun við Langasjó, Snorri Baldursson og Kári Kristjánsson Kaffihlé verður um 21:00 Stjórnin

Stórferð 2012 – Dyngjufjalladalur – Langjökull (Mývatn 2012)

Búið er að opna fyrir skráningu í Stórferðina 2012.  Það þarf að skrá inn nafnið á ferðahópnum en þeir sem eru ekki í neinum hóp, skrái sig í hópin STAKUR. Meðfylgjandi er viðhengi (PDF) yfir ferðaáætlun og einnig eru viðhengi með dæmi um leiðir sem hægt er að fara.

Félagsfundur 4×4

Næsti félagsfundur F4x4 verður mánudagskvöldið 6. febrúar, kl. 20:00.  Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir). Dagskrá Innanfélagsmál Stórferðin 2012 – kynning Borghildur Sverrisdóttir verður með kynningu á “Ferðaaski” Jöklaverkefnið – lok verkefnisins, Snævarr Guðmundsson GPS kynning og hvernig notum við jöklakortin í tækjunum okkar, Ríkarður Sigmundsson Fastur og félagar segja frá Þorrablótinu Kaffihlé verður um 21:00 Stjórnin